Fræðsla

1. - 3. bekkur

Tónlist í Salnum

Á haustin er boðið til veislu í Salnum fyrir 1. - 3. bekk þar sem ýmist tónleikar, ópera eða sýning sem byggist á tónlist er í boði. Árið 2017 var það baritónsöngvarinn Jón Svavar Jósefsson og Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanóleikari sem fluttu dagskrána Ég sá sauð í því skyni að kynna íslenskar söngperlur fyrir nemendum á mjög lifandi hátt.