Ratleikur

Teiknaðu, mældu og pældu í myndlist, arkitektúr, bókum, vegalengdum og náttúrunni í ratleik Menningarhúsanna. Þrautir fyrir alla fjölskylduna á Bókasafni Kópavogs, Náttúrufræðistofu Kópavogs, Gerðarsafni, útivistarsvæði og Salnum. Ókeypis þátttaka í öllum húsum og hægt að fara aftur og aftur í leikinn enda ekkert eitt svar rétt. 

Ratleikur Menningarhúsanna liggur frammi í öllum húsum á íslensku, ensku og pólsku.