Bæjar- og heiðurslistamaður

Árlega auglýsir lista- og menningarráð eftir umsóknum um bæjarlistamann eða tekur við ábendingum um hann. Tilgangur með útnefningunum er að varpa ljósi á þá fjölmörgu og hæfileikaríku listamenn sem búa í Kópavogi og hafa átt þátt í að auðga menningarlíf bæjarins í gegnum árin. Það er meðal annars hlutverk bæjarlistamanns að deila listsköpun sinni með bæjarbúum það ár sem hann er valinn. 

Bæjarlistamaður 2019 er Ragna Fróðadóttir textíllistamaður og hönnuður. Ragna var útnefnd við hátíðlega athöfn í Salnum þann 24. maí.

Nánar um Rögnu Fróðadóttur

Bæjarlistamenn undanfarinna ára:

2018: Stefán Hilmarsson tónlistarmaður

2017: Sigtryggur Baldursson tónlistarmaður

2016: Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari

2015: Jón Adolf Steinólfsson útskurðarmeistari

2014: Salka Sól, Þuríður Blær og Tinna Sverrisdóttir listakonur

Á tveggja til fjögurra ára fresti velur Lista- og menningarráð heiðurslistamann Kópavogs sem heiðraður er fyrir ævistarf sitt. Fyrsti heiðurslistamaður Kópavogs var valinn 1988.

Heiðurslistamenn eru:

 • Björn Guðjónsson árið1988
 • Sigurður Bragason árið 1989
 • Fjölnir Stefánsson árið 1994
 • Róbert Arnfinnsson árið 1995
 • Jón úr Vör Jónsson árið 1996
 • Þorkell Sigurbjörnsson árið 2000
 • Þórunn Björnsdóttir árið 2001
 • Benedikt Gunnarsson árið 2002
 • Gylfi Gröndal árið 2003
 • Jónas Ingimundarsson árið 2004
 • Kristinn Sigmundsson árið 2005
 • Erna Ómarsdóttir árið 2006
 • Baltasar Samper árið 2007
 • Stefán Hilmarsson árið 2008
 • Hjálmar H. Ragnarsson árið 2009
 • Ragnar Axelsson árið 2010
 • Ingibjörg Þorbergs árið 2012
 • Theodór Júlíusson árið 2014
 • Kristín Þorkelsdóttir 2016
 • Margrét Örnólfsdóttir 2017

Tengt efni:
Reglur um bæjarlistamann
Reglur um heiðurslistamann