Fréttir

16. feb. 2021Menningarhúsin

Hljóðvapp um Kópavog

Flanerí KÓP eru hljóðgöngur um Kópavog.

30. jan. 2021Menningarhúsin

Vetrarhátíð í Kópavogi 2021

Lágstemmdir viðburðir um allan Kópavog.

21. jan. 2021Menningarhúsin

Þórdís Helgadóttir hlýtur Ljóðstaf Jóns úr Vör 2021

Ljóðstafur Jóns úr Vör var veittur við hátíðlega athöfn í 19. sinn í Salnum í Kópavogi fimmtudaginn 21. janúar. Þórdís Helgadóttir, heimspekingur og rithöfundur, hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör 2021 fyrir ljóðið FASASKIPTI.

15. jan. 2021Menningarhúsin

ÞYKJÓ og Midpunkt hljóta hæstu styrkina frá lista- og menningarráði Kópavogs

Lista- og menningarráð Kópavogs hefur nú lokið úthlutun úr lista- og menningarsjóði bæjarins en markmið hans er að stuðla að eflingu menningar- og listalífs í Kópavogi. 59 umsóknir bárust að þessu sinni og hlutu 13 verkefni framgang. Hæsta framlagið hljóta hönnunarverkefnið ÞYKJÓ og listamannarýmið Midpunkt eða 4.000.000 kr. hvor en tilkynnt var um úthlutanir við athöfn sem fram fór í Gerðarsafni föstudaginn 15. janúar 2021.

17. des. 2020Menningarhúsin

Gerðarverðlaun veitt í fyrsta sinn

Gerðarsafn stendur að nýjum myndlistarverðlaunum til stuðnings við höggmyndalist hérlendis. Verðlaunin eru til heiðurs Gerði Helgadóttur myndhöggvara og eru veitt árlega framúrskarandi myndlistarmanni sem vinnur í skúlptúr og rýmisverk.

15. des. 2020Héraðsskjalasafn

Sóttvarnaraðgerðir vegna COVID-19

Héraðsskjalasafn Kópavogs er opið frá 10 - 16 alla virka daga.

03. des. 2020Menningarhúsin

Vatnsdropinn og barnaheimspekin

Vinna við Vatnsdropann á vegum Kópavogsbæjar og þriggja norrænna barnamenningarstofnana er í fullum gangi en verkefninu er ætlað að tengja Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna við sígildan sagnaheim Tove Jansson, Astrid Lindgren og H. C. Andersen.

02. des. 2020Menningarhúsin

Hljóðheimur Kópavogs uppspretta nýrra hljóðverka

Hljóðheimur Kópavogs verður uppspretta nýrra hljóðverka

Salurinn efnir um þessar mundir til spennandi hugmyndasamkeppni á meðal tónskálda og hljóðlistamanna um ný tón- og hljóðverk sem innblásin eru af sögu og hljóðheimi Kópavogs undir yfirskriftinni Hljóðverk 21/22.

30. nóv. 2020Menningarhúsin

Jóladagatal Menningarhúsanna - vertu með!

Sparilegir aðventugjörningar, jólalög frá ýmsum heimshornum, ljóð, sögur og hugmyndir að skapandi samverustundum eru á meðal þess sem finna má í Jóladagatali Menningarhúsanna í Kópavogi.


Fyrsti glugginn opnast 1. desember og svo taka við óvæntir glaðningar á hverjum degi allt til 24. desember.Teljum saman niður til jóla.

25. nóv. 2020Gerðarsafn

Reykjavík Roasters í Gerðarsafn

Reykjavík Roasters tekur við veitingarekstri í Gerðarsafni og var ritað undir samning þess efnis á safninu í dag.

23. nóv. 2020Menningarhúsin

Skúlptúrinn í samtímanum | Samtal við listamenn

Á sýningunni Skúlptúr / skúlptúr, sem opnuð var í Gerðarsafni á dögunum, sýna myndlistarmennirnir Magnús Helgason og Ólöf Helga Helgadóttir verk sín en um tvær einkasýningar er að ræða.

18. nóv. 2020Gerðarsafn

Gerðarsafn opið

Þrjár nýjar sýningar hafa verið opnaðar í Gerðarsafni.
Fjöldatakmörkun miðast við 10 einstaklinga og grímuskylda er á safninu.

06. nóv. 2020Menningarhúsin

Jólabækur fyrir börn og unglinga til umfjöllunar

Nýjar og spennandi barna- og unglingabækur verða til umfjöllunar í Fjölskyldustundum á laugardögum næstu vikurnar.

05. okt. 2020Náttúrufræðistofa Kópavogs

Haustfetar

Á þessum árstíma verður gjarna vart við fiðrildi sem liggja hreyfingarlaus á húsveggjum tímunum saman. Þetta eru haustfetar.

22. jún. 2020Náttúrufræðistofa Kópavogs

Þingvallavatn – þemahefti Náttúrufræðingsins

Á dögunum kom út þemahefti Náttúrufræðingsins, tileinkað Pétri M. Jónassyni, þar sem umfjöllunarefnið er Þingvallavatn. Heftið er nokkuð að vöxtum enda inniheldur það 12 greinar þar sem fjallað er um vatnið og umhverfi þess frá ýmsum hliðum.

28. maí 2020Náttúrufræðistofa Kópavogs

Vatnalífríki Reykjavíkurtjarnar

Staða Reykjavíkurtjarnar hefur verið nokkuð til umræðu á undanförnum vikum, þá aðallega í tengslum við fuglalíf og vatnsbúskap. Á undanförnum árum hafa orðið verulegar breytingar á ásýnd Tjarnarinnar sem skapast af því að vatnagróður hefur náð sér á strik, en í rannsókn sem gerð var árið 2007 fannst lítill sem enginn gróður í Tjörninni. Gróðurframvindan hefur því orðið á fremur stuttum tíma og nú er Tjörnin nánast algróin vatnaplöntum.

18. maí 2020Náttúrufræðistofa Kópavogs

Alþjóðlegi safnadagurinn

Alþjóðlegi safnadagurinn er í dag, 18. maí, og í ár er yfirskrift dagsins "Söfn fyrir jafnrétti: Fjölbreytni og þátttaka allra".

08. maí 2020Náttúrufræðistofa Kópavogs

Hvernig er best að vakta kransþörunga?

Tjarnanál er stórvaxinn kransþörungur sem lifir í vötnum víða um land, gjarna nokkuð neðan fjörumarka. Í Þingvallavatni er tjarnanálin algeng um allt vatn á 5–20 m dýpi og myndar stundum miklar breiður sem geta verið um metri á hæð. Þessar breiður mynda svo búsvæði fyrir fjölda annarra lífvera.

07. maí 2020Náttúrufræðistofa Kópavogs

Margæsir og hjólað í vinnuna

Vorboðar eru margskonar og það er afar persónubundið hvað fólki finnst marka sumarkomuna. Er það lóan, krían, margæsin eða hið árlega heilsuátak „Hjólað i vinnuna“ ???

03. apr. 2020Náttúrufræðistofa Kópavogs

NÁTTÚRAN HEIM Í STOFU!

Blaðinu hefur bókstaflega verið snúið við á sérsýningunni Náttúran heim í stofu! Sýningin var sett var upp í gluggum Náttúrufræðistofunnar í tilefni Safnanætur og í stað þess að vísa inn í gestalaust rýmið, snýr sýningin nú út að göngustígnum meðfram safnahúsinu.

30. mar. 2020Náttúrufræðistofa Kópavogs

Náttúrufræðistofan hlýtur styrk úr Safnasjóði.

Þann 21. mars s.l. kunngjörði mennta- og menningarmálaráðherra niðurstöður aðalúthlutunar úr Safnasjóði fyrir árið 2020. Árlega geta viðurkennd söfn sótt um styrki til rekstrar og ýmissa verkefna í sjóðinn og að þessu sinni bárust alls 200 umsóknir. Veittir voru 124 styrkir alls að upphæð kr. 177.243.000,- og hlaut Náttúrufræðistofan einn þeirra.

23. mar. 2020Héraðsskjalasafn

Lokað frá og með 24. mars

Samkvæmt fyrirmælum stjórnvalda heilbrigðismála verður Héraðsskjalasafn Kópavogs lokað frá og með 24. mars

25. feb. 2020Héraðsskjalasafn

Myndgreiningarmorgnar

Myndgreiningarmorgnar í Héraðsskjalasafni Kópavogs verða eftirfarandi daga:

06. feb. 2020Náttúrufræðistofa Kópavogs

Súrnun sjávar

Hrönn Egilsdóttir líffræðingur fjallaði um súrnun sjávar í hádegiserindi sl. miðvikudag. Erindið er hluti raðar fræðsluerinda sem nefnist Menning á miðvikudögum og þar var fjallað um þennan vágest sem hefur verið að taka á sig æ skarpari mynd á undanförnum árum, ekki síst á norðurslóðum.

01. feb. 2020Náttúrufræðistofa Kópavogs

Sýningaropnun: Heimkynni – búsvæði í íslenskri náttúru

Í dag, 1. febrúar opnaði ný og stórlega endurbætt sýning í sýningarsal Náttúrufræðistofunnar. Undanfarna daga hefur landslið sýningarhönnuða og iðnaðarmanna, ásamt starfsfólki stofunnar, staðið í ströngu við að setja upp hina nýju sýningu og er óhætt að segja að viðtökur gesta hafi verið jákvæðar.

18. sep. 2019Héraðsskjalasafn

Myndgreiningarmorgnar

Meðal þess efnis sem Héraðsskjalasafn Kópavogs tekur við til varðveislu eru ljósmyndir, kvikmyndir, hljóðupptökur og filmur af ýmsum gerðum.

12. mar. 2019Héraðsskjalasafn

Myndavefur Kópavogs

Myndavefur Kópavogs sem stofnaður var í tilefni sextugsafmælis Kópavogskaupstaðar árið 2015 var í janúar 2019 falinn Héraðsskjalasafni Kópavogs til áframhaldandi útgáfu.

02. maí 2018Héraðsskjalasafn

Kópavogsfundurinn og fullveldið

Sýning um Kópavogsfundinn 28. júlí 1662 í tilefni af hundrað ára afmælisári fullveldis Íslands 2018 var opnuð á Safnanótt 2. febrúar 2018 í Héraðsskjalasafni Kópavogs og mun standa út fullveldisafmælisárið.

02. maí 2018Héraðsskjalasafn

Persónuverndarlög og skjöl sveitarfélaga

Starfshópur héraðsskjalavarða um persónuvernd hélt fund um væntanleg persónuverndarlög í Mosfellsbæ 8. mars 2018.

Ársskýrsla 2019 og starfsáætlun 2020

Ný skýrsla menningarmála Kópavogsbæjar

Um 280.000 gestir sóttu Menningarhúsin í Kópavogi heim árið 2019 sem er 17% aukning frá árinu áður. Þar af var 58% aukning á fjölda leikskóla- og grunnskólanema í skipulögðum heimsóknum.

Þetta og fleiri áhugaverðar upplýsingar er að finna í viðamikilli skýrslu um menningarmál Kópavogsbæjar sem kom út í byrjun október. Í henni er farið ítarlega yfir starfsemi menningarmála í Kópavogi árið 2019 og markmið málaflokksins fyrir árið 2020.