Fréttir

24. jún. 2019Náttúrufræðistofa Kópavogs

Sumarnámskeið Náttúrufræðistofu 2019

Í síðustu viku var sumarnámskeið Náttúrufræðistofu haldið í 22. sinn!

18. jún. 2019Bókasafn Kópavogs

Vinningshafi í sumarlestri

Í dag var dreginn út vinningshafi í sumarlestri Bókasafns Kópavogs.

11. jún. 2019Bókasafn Kópavogs

Vinningshafi í sumarlestri

Í dag var dreginn út vinningshafi í sumarlestri Bókasafns Kópavogs.

06. jún. 2019Náttúrufræðistofa Kópavogs

Lífríki Silungatjarnar, Krókatjarnar og Selvatns

Að beiðni Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis gerði Náttúrufræðistofa Kópavogs rannsókn á vistkerfi þriggja vatna í landi Mosfellsbæjar; Silungatjörn, Krókatjörn og Selvatni.  Rannsóknin náði til efna- og eðlisþátta, vatnagróðurs, smádýralífs og fiska.

05. jún. 2019Bókasafn Kópavogs

Lokað yfir hvítasunnuna

Lokað verður í Menningarhúsunum í Kópavogi yfir hvítasunnuna, 8.-10. júní.

05. jún. 2019Bókasafn Kópavogs

Vinningshafi í sumarlestri

Í dag var dreginn út fyrsti vinningshafinn í sumarlestri Bókasafns Kópavogs.

04. jún. 2019Náttúrufræðistofa Kópavogs

Erlendir gestir í heimsókn

Síðustu vikuna hefur fjölþjóðlegur hópur leikskólakennara á vegum Erasmus+ verkefnisins verið í heimsókn hjá leikskólanum Marbakka, þar sem hann hefur m.a. fræðst um aðferðafræði og faglegt starf skólans.

24. maí 2019Náttúrufræðistofa Kópavogs

Vöktun í Þingvallavatni hafin, tólfta árið í röð

Á dögunum fóru starfsmenn Náttúrufræðistofu Kópavogs í fyrstu ferð sumarsins á Þingvallavatn, í þeim tilgangi að koma fyrir mælibúnaði og afla gagna.

23. maí 2019Bókasafn Kópavogs

Nýr verkefnastjóri fræðslu og miðlunar

Helga Einarsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri fræðslu og miðlunar á Bókasafni Kópavogs.

22. maí 2019Bókasafn Kópavogs

Sumarafgreiðslutími Lindasafns

Þann 1. júní breytist afgreiðslutíminn á Lindasafni og verður sem hér segir til 31. ágúst.

17. maí 2019Náttúrufræðistofa Kópavogs

Alþjóðlegi safnadagurinn

Laugardaginn 18. maí verður haldið upp á Alþjóðlega safnadaginn undir yfirskriftinni "Söfn sem menningarmiðstöðvar: Framtíð hefðarinnar". 

Á Náttúrufræðistofu Kópavogs er opið frá kl. 11-17 og að venju er frítt inn. Komdu á safn!

16. maí 2019Bókasafn Kópavogs

Sumarnámskeið | Stefnumót við rithöfunda – hvernig verður bókin til?

Bókasafn Kópavogs býður skáldum á aldrinum 9 til 12 ára á stefnumót við rithöfunda á sumarnámskeiði í ágústmánuði. Námskeiðið fer fram á aðalsafni 19. – 22. ágúst og stendur frá kl. 13:00 – 16:00 alla dagana.

07. maí 2019Héraðsskjalasafn

Myndgreiningarmorgnar

Meðal þess efnis sem Héraðsskjalasafn Kópavogs tekur við til varðveislu eru ljósmyndir, kvikmyndir, hljóðupptökur og filmur af ýmsum gerðum.

06. maí 2019Náttúrufræðistofa Kópavogs

Niðurstöður rannsókna birtast í vísindatímaritum

Rannsóknir eru einn af meginþáttum starfsemi Náttúrufræðistofu Kópavogs og nú eru að birtast tvær greinar í erlendum vísindatímaritum, auk tveggja greina í Náttúrufræðingnum sem tengjast rannsóknum stofunnar.

17. apr. 2019Bókasafn Kópavogs

Lokað 18.-22. apríl

Bókasafn Kópavogs verður lokað yfir páskana, 18.-22. apríl.

16. apr. 2019Náttúrufræðistofa Kópavogs

Líffræðingur óskast á Náttúrufræðistofu Kópavogs

Hlutverk Náttúrufræðistofunnar er að safna, varðveita og sýna náttúrugripi, standa að fræðslu og rannsóknum í náttúrufræðum og stuðla að náttúru- og umhverfisvernd.

05. apr. 2019Náttúrufræðistofa Kópavogs

BARNAMENNINGARHÁTÍÐ – LEIKSKÓLINN SÓLHVÖRF

Fjórði og síðasti leikskólinn sem við kynnum til leiks í verkefninu Fuglar og fjöll er staðsettur austan Vatnsendahæðar, við Álfkonuhvarf, og heitir Sólhvörf.

03. apr. 2019Náttúrufræðistofa Kópavogs

BARNAMENNINGARHÁTÍÐ – LEIKSKÓLINN MARBAKKI

Þriðji leikskólinn af fjórum í verkefninu Fuglar og fjöll er staðsettur í vesturbæ Kópavogs, við sunnanverðan Fossvog, og heitir Marbakki.

29. mar. 2019Náttúrufræðistofa Kópavogs

BARNAMENNINGARHÁTÍÐ – LEIKSKÓLINN ÁLFATÚN

Annar leikskólinn sem við kynnum til leiks í samstarfsverkefninu Fuglar og fjöll er staðsettur í skjólsælum reit austast í Fossvogsdalnum og heitir Álfatún.

29. mar. 2019Bókasafn Kópavogs

Hvað er heima fyrir þér?

Spurningu sem þessari er velt fyrir sér á smiðju á vegum Bókasafns Kópavogs sem unnin er með börnum á aldrinum tíu til tólf ára í Álfhólsskóla og Kópavogsskóla um þessar mundir.

26. mar. 2019Bókasafn Kópavogs

BOOK SPACE á Bókasafni Kópavogs

Book Space samanstendur af 2000 auðum bókum sem hafa verið til útláns í bókasöfnum víða um Evrópu frá árinu 2006.

12. mar. 2019Héraðsskjalasafn

Myndavefur Kópavogs

Myndavefur Kópavogs sem stofnaður var í tilefni sextugsafmælis Kópavogskaupstaðar árið 2015 var í janúar 2019 falinn Héraðsskjalasafni Kópavogs til áframhaldandi útgáfu.

02. maí 2018Héraðsskjalasafn

Kópavogsfundurinn og fullveldið

Sýning um Kópavogsfundinn 28. júlí 1662 í tilefni af hundrað ára afmælisári fullveldis Íslands 2018 var opnuð á Safnanótt 2. febrúar 2018 í Héraðsskjalasafni Kópavogs og mun standa út fullveldisafmælisárið.

02. maí 2018Héraðsskjalasafn

Persónuverndarlög og skjöl sveitarfélaga

Starfshópur héraðsskjalavarða um persónuvernd hélt fund um væntanleg persónuverndarlög í Mosfellsbæ 8. mars 2018.

Tímabundið starf verkefnastjóra fjölmenningar

Umsóknarfrestur til 5. júlí

Viltu hjálpa okkur að ná til fólks frá ólíkum löndum? Menningarhúsin í Kópavogi leita að einstaklingi til að sinna verkefnum og viðburðum sem tengjast börnum og fjölskyldum frá ólíkum menningarheimum. Markmiðið er að auka þátttöku mismunandi hópa í fjölskyldustundum og öðrum viðburðum ætluðum börnum og fjölskyldum. Um hlutastarf til níu mánaða er að ræða. Verkefnið hefst um 15. ágúst.