Fréttir

16. jún. 2021Menningarhúsin

Sumardraumar á sautjándanum

Fjölbreytt þjóðhátíðardagskrá í og við Menningarhúsin í Kópavogi.
Kynntu þér dagskránna hér.

21. maí 2021Menningarhúsin

Bæjarlistamaður Kópavogs 2021

Jazzpíanistinn Sunna Gunnlaugsdóttir er Bæjarlistamaður Kópavogs 2021.

26. apr. 2021Náttúrufræðistofa Kópavogs

Náttúrufræðstofa hlýtur 12 milljóna kr. styrk

Allt frá árinu 2015 hefur Náttúrufræðistofa Kópavogs unnið að endurnýjun á grunnsýningum Náttúrufræðistofunnar. Safnasjóður hefur styrkt flestar þær framkvæmdir sem nú þegar hafa átt sér stað og veitir nú Náttúrufræðistofu öndvegisstyrk upp á tæpar 12 milljónir kr. Sá styrkur mun fjármagna lokahnykkinn í framkvæmdunum, sem er jafnframt dýrasti þátturinn.

24. mar. 2021Náttúrufræðistofa Kópavogs

Leggjum línurnar hlýtur styrk

Verkefni Náttúrufræðistofunnar Leggjum línurnar hefur hlotið styrk úr Loftslagssjóði Rannís. Verkefnið er hannað fyrir 10. bekk grunnskóla og snýst í stuttu máli um að efla vitund ungmenna um loftslagsmál í víðu samhengi með samblandi af fræðslu og verklegum úrlausnarefnum þar sem unnið verður með raunveruleg gögn á stórum og smáum skala.

18. mar. 2021Menningarhúsin

Hvað eru íslenskar bókmenntir?

Rithöfundarnir Helen Cova og Ewa Marcinek, sem báðar hafa verið atkvæðamiklar í íslensku listalífi á liðnum árum með skrifum og útgáfu, koma fram í Menningu á miðvikudögum 24.mars næstkomandi og fjalla um höfundaverk sín og íslenskt bókmenntasamhengi.

15. mar. 2021Náttúrufræðistofa Kópavogs

Vetrarleikur

Það er kannski dæmi um hve sérstök veðráttan hefur verið þennan vetur að lungann úr hörðustu vetrarmánuðum, febrúar og mars, hefur verið í gangi ratleikurinn LÍFLJÓMUN.  Leikurinn byggir á að finna faldar vísbendingar á útisvæðinu við menningarhúsin og nýta þær til að finna lausnarorð sem falið er í upplýsingaskiltum í gluggum Náttúrufræðistofunnar.

10. mar. 2021Menningarhúsin

Skýjaborgin Kópavogur

Laugardaginn 6. mars var sýningin Skýjaborg opnuð í Gerðarsafni.  Samkvæmt sýningarstjórum verksins, Brynju Sveinsdóttur og Klöru Þórhallsdóttur, var opnunin mjög farsæl og verulega ánægjulegt að sjá afrakstur fjögurra ára undirbúningsvinnu.

09. mar. 2021Menningarhúsin

Jelena Ciric í Salnum

Tónlistarkonan Jelena Ciric kemur við sögu á tveimur viðburðum sem fram fara í Salnum í Kópavogi nú í mars.  Jelena er söngvari, píanóleikari, lagahöfundur og kórstjóri sem hefur auðgað íslenskt menningarlíf frá því hún settist hér að 2016 á margvíslegan hátt, með fjölþættu tónleikahaldi, tónlistarkennslu og kórstjórn. Nú rétt fyrir síðustu jól sendi hún einnig frá sér smáskífuna Shelters One sem hefur fengið frábærar viðtökur.

05. mar. 2021Menningarhúsin

Vatnsdropinn hlýtur styrk úr Erasmus+

Vatnsdropinn, nýtt alþjóðlegt menningar- og náttúruvísindaverkefni, sem Kópavogsbær á frumkvæði að, hlaut nýverið 32 milljóna króna styrk úr Erasmus+. Alls hefur Vatnsdropinn því hlotið 64 milljón króna styrktarfé.

16. feb. 2021Menningarhúsin

Hljóðvapp um Kópavog

Flanerí KÓP eru hljóðgöngur um Kópavog.

30. jan. 2021Menningarhúsin

Vetrarhátíð í Kópavogi 2021

Lágstemmdir viðburðir um allan Kópavog.

21. jan. 2021Menningarhúsin

Þórdís Helgadóttir hlýtur Ljóðstaf Jóns úr Vör 2021

Ljóðstafur Jóns úr Vör var veittur við hátíðlega athöfn í 19. sinn í Salnum í Kópavogi fimmtudaginn 21. janúar. Þórdís Helgadóttir, heimspekingur og rithöfundur, hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör 2021 fyrir ljóðið FASASKIPTI.

15. jan. 2021Menningarhúsin

ÞYKJÓ og Midpunkt hljóta hæstu styrkina frá lista- og menningarráði Kópavogs

Lista- og menningarráð Kópavogs hefur nú lokið úthlutun úr lista- og menningarsjóði bæjarins en markmið hans er að stuðla að eflingu menningar- og listalífs í Kópavogi. 59 umsóknir bárust að þessu sinni og hlutu 13 verkefni framgang. Hæsta framlagið hljóta hönnunarverkefnið ÞYKJÓ og listamannarýmið Midpunkt eða 4.000.000 kr. hvor en tilkynnt var um úthlutanir við athöfn sem fram fór í Gerðarsafni föstudaginn 15. janúar 2021.

15. des. 2020Héraðsskjalasafn

Sóttvarnaraðgerðir vegna COVID-19

Héraðsskjalasafn Kópavogs er opið frá 10 - 16 alla virka daga.

05. okt. 2020Náttúrufræðistofa Kópavogs

Haustfetar

Á þessum árstíma verður gjarna vart við fiðrildi sem liggja hreyfingarlaus á húsveggjum tímunum saman. Þetta eru haustfetar.

22. jún. 2020Náttúrufræðistofa Kópavogs

Þingvallavatn – þemahefti Náttúrufræðingsins

Á dögunum kom út þemahefti Náttúrufræðingsins, tileinkað Pétri M. Jónassyni, þar sem umfjöllunarefnið er Þingvallavatn. Heftið er nokkuð að vöxtum enda inniheldur það 12 greinar þar sem fjallað er um vatnið og umhverfi þess frá ýmsum hliðum.

28. maí 2020Náttúrufræðistofa Kópavogs

Vatnalífríki Reykjavíkurtjarnar

Staða Reykjavíkurtjarnar hefur verið nokkuð til umræðu á undanförnum vikum, þá aðallega í tengslum við fuglalíf og vatnsbúskap. Á undanförnum árum hafa orðið verulegar breytingar á ásýnd Tjarnarinnar sem skapast af því að vatnagróður hefur náð sér á strik, en í rannsókn sem gerð var árið 2007 fannst lítill sem enginn gróður í Tjörninni. Gróðurframvindan hefur því orðið á fremur stuttum tíma og nú er Tjörnin nánast algróin vatnaplöntum.

18. maí 2020Náttúrufræðistofa Kópavogs

Alþjóðlegi safnadagurinn

Alþjóðlegi safnadagurinn er í dag, 18. maí, og í ár er yfirskrift dagsins "Söfn fyrir jafnrétti: Fjölbreytni og þátttaka allra".

08. maí 2020Náttúrufræðistofa Kópavogs

Hvernig er best að vakta kransþörunga?

Tjarnanál er stórvaxinn kransþörungur sem lifir í vötnum víða um land, gjarna nokkuð neðan fjörumarka. Í Þingvallavatni er tjarnanálin algeng um allt vatn á 5–20 m dýpi og myndar stundum miklar breiður sem geta verið um metri á hæð. Þessar breiður mynda svo búsvæði fyrir fjölda annarra lífvera.

07. maí 2020Náttúrufræðistofa Kópavogs

Margæsir og hjólað í vinnuna

Vorboðar eru margskonar og það er afar persónubundið hvað fólki finnst marka sumarkomuna. Er það lóan, krían, margæsin eða hið árlega heilsuátak „Hjólað i vinnuna“ ???

03. apr. 2020Náttúrufræðistofa Kópavogs

NÁTTÚRAN HEIM Í STOFU!

Blaðinu hefur bókstaflega verið snúið við á sérsýningunni Náttúran heim í stofu! Sýningin var sett var upp í gluggum Náttúrufræðistofunnar í tilefni Safnanætur og í stað þess að vísa inn í gestalaust rýmið, snýr sýningin nú út að göngustígnum meðfram safnahúsinu.

23. mar. 2020Héraðsskjalasafn

Lokað frá og með 24. mars

Samkvæmt fyrirmælum stjórnvalda heilbrigðismála verður Héraðsskjalasafn Kópavogs lokað frá og með 24. mars

25. feb. 2020Héraðsskjalasafn

Myndgreiningarmorgnar

Myndgreiningarmorgnar í Héraðsskjalasafni Kópavogs verða eftirfarandi daga:

18. sep. 2019Héraðsskjalasafn

Myndgreiningarmorgnar

Meðal þess efnis sem Héraðsskjalasafn Kópavogs tekur við til varðveislu eru ljósmyndir, kvikmyndir, hljóðupptökur og filmur af ýmsum gerðum.

12. mar. 2019Héraðsskjalasafn

Myndavefur Kópavogs

Myndavefur Kópavogs sem stofnaður var í tilefni sextugsafmælis Kópavogskaupstaðar árið 2015 var í janúar 2019 falinn Héraðsskjalasafni Kópavogs til áframhaldandi útgáfu.

02. maí 2018Héraðsskjalasafn

Kópavogsfundurinn og fullveldið

Sýning um Kópavogsfundinn 28. júlí 1662 í tilefni af hundrað ára afmælisári fullveldis Íslands 2018 var opnuð á Safnanótt 2. febrúar 2018 í Héraðsskjalasafni Kópavogs og mun standa út fullveldisafmælisárið.

02. maí 2018Héraðsskjalasafn

Persónuverndarlög og skjöl sveitarfélaga

Starfshópur héraðsskjalavarða um persónuvernd hélt fund um væntanleg persónuverndarlög í Mosfellsbæ 8. mars 2018.

Ársskýrsla 2020 og starfsáætlun 2021

Ný skýrsla menningarmála Kópavogsbæjar

Það kann að hljóma mótsagnakennt en þrátt fyrir að gestum hafi fækkað um 42% vegna Covid 19 þá hafa aldrei jafnmargir notið viðburða Menningarhúsanna í Kópavogi líkt og árið 2020.

162.290 gestir sóttu húsin heim á meðan 245.536 fylgdust með streymisviðburðum.

Þetta og fleiri áhugaverðar upplýsingar er að finna í viðamikilli skýrslu um menningarmál Kópavogsbæjar sem kom út í byrjun maí. Í henni er farið ítarlega yfir starfsemi menningarmála í Kópavogi árið 2020 og markmið málaflokksins fyrir árið 2021.