Fréttir

22. sep. 2020Menningarhúsin

Á flótta í sínu eigin landi

Jasmina Vajzović Crnac, verkefnastjóri fjölmenningar, kemur í Menningu á miðvikudögum þann 23. september n. k. og fjallar um reynslu sína af stríði og flótta þegar hún var barn í gömlu Júgóslavíu.

Bosníu stríðið hófst 1991 og lauk ekki fyrr en 1995. Bosnía og Hersegóvína er samansett af nokkrum þjóðarbrotum: Bosníumönnum, Serbum og Króötum. Allt þjóðarbrot með ólík trúarbrögð og ólíkar áherslur og allir snerust gegn öllum þegar stríðið skall á. Jasmina bjó í þeim hluta landsins þar sem meirihlutinn voru Serbar en hennar fjölskylda skilgreindi sig sem Bosnísk og þau tilheyrðu því minnihluta þegar stríðið skall á. Á þeim tíma var Jasmina eingöngu 11 ára gömul og fór að upplifa höfnun af höndum vina og kunningja í hverfinu sínu.

17. sep. 2020Menningarhúsin

 30 píanóleikarar flytja 32 píanósónötur

Nýja testamenti píanóbókmenntanna flutt á 9 tónleikum í Salnum af landsliði píanóleikara.

16. sep. 2020Menningarhúsin

Sköpum sjávarheim

Náttúrufræðistofa býður upp á skemmtilega föndursmiðju fyrir alla fjölskylduna laugardaginn 19. september.

08. sep. 2020Menningarhúsin

Ungir sýningastjórar

Menningarhúsin í Kópavogi leita að hugmyndaríkum og kraftmiklum krökkum til þess að vera fulltrúar grunnskóla Kópavogs í sýningarstjórateymi fyrir sýningu í Gerðarsafni. Sýningin er hluti af þriggja ára samnorrænu verkefni þar sem norrænar barnabókmenntir eru tengdar við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun þar sem fjallað er um gildi á borð við sjálfbærni og jafnrétti fyrir börnum og ungmennum.

01. sep. 2020Menningarhúsin

Norrænar barnabókmenntir og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Frá því í desember 2019 hafa Menningarhúsin í Kópavogi átt í samtali við söfn í Óðinsvéum í Danmörku og Tampere í Finnlandi með það að markmiði að þróa verkefni sem lýtur að barnamenningu.

26. jún. 2020Menningarhúsin

Nýr verkefna- og viðburðastjóri menningarmála

Elísabet Indra Ragnarsdóttir hefur verið ráðin verkefna- og viðburðastjóri menningarmála hjá Kópavogsbæ. Elísabet Indra var valin úr hópi 242 umsækjenda.

22. jún. 2020Náttúrufræðistofa Kópavogs

Þingvallavatn – þemahefti Náttúrufræðingsins

Á dögunum kom út þemahefti Náttúrufræðingsins, tileinkað Pétri M. Jónassyni, þar sem umfjöllunarefnið er Þingvallavatn. Heftið er nokkuð að vöxtum enda inniheldur það 12 greinar þar sem fjallað er um vatnið og umhverfi þess frá ýmsum hliðum.

28. maí 2020Náttúrufræðistofa Kópavogs

Vatnalífríki Reykjavíkurtjarnar

Staða Reykjavíkurtjarnar hefur verið nokkuð til umræðu á undanförnum vikum, þá aðallega í tengslum við fuglalíf og vatnsbúskap. Á undanförnum árum hafa orðið verulegar breytingar á ásýnd Tjarnarinnar sem skapast af því að vatnagróður hefur náð sér á strik, en í rannsókn sem gerð var árið 2007 fannst lítill sem enginn gróður í Tjörninni. Gróðurframvindan hefur því orðið á fremur stuttum tíma og nú er Tjörnin nánast algróin vatnaplöntum.

18. maí 2020Náttúrufræðistofa Kópavogs

Alþjóðlegi safnadagurinn

Alþjóðlegi safnadagurinn er í dag, 18. maí, og í ár er yfirskrift dagsins "Söfn fyrir jafnrétti: Fjölbreytni og þátttaka allra".

08. maí 2020Náttúrufræðistofa Kópavogs

Hvernig er best að vakta kransþörunga?

Tjarnanál er stórvaxinn kransþörungur sem lifir í vötnum víða um land, gjarna nokkuð neðan fjörumarka. Í Þingvallavatni er tjarnanálin algeng um allt vatn á 5–20 m dýpi og myndar stundum miklar breiður sem geta verið um metri á hæð. Þessar breiður mynda svo búsvæði fyrir fjölda annarra lífvera.

07. maí 2020Náttúrufræðistofa Kópavogs

Margæsir og hjólað í vinnuna

Vorboðar eru margskonar og það er afar persónubundið hvað fólki finnst marka sumarkomuna. Er það lóan, krían, margæsin eða hið árlega heilsuátak „Hjólað i vinnuna“ ???

03. apr. 2020Náttúrufræðistofa Kópavogs

NÁTTÚRAN HEIM Í STOFU!

Blaðinu hefur bókstaflega verið snúið við á sérsýningunni Náttúran heim í stofu! Sýningin var sett var upp í gluggum Náttúrufræðistofunnar í tilefni Safnanætur og í stað þess að vísa inn í gestalaust rýmið, snýr sýningin nú út að göngustígnum meðfram safnahúsinu.

30. mar. 2020Náttúrufræðistofa Kópavogs

Náttúrufræðistofan hlýtur styrk úr Safnasjóði.

Þann 21. mars s.l. kunngjörði mennta- og menningarmálaráðherra niðurstöður aðalúthlutunar úr Safnasjóði fyrir árið 2020. Árlega geta viðurkennd söfn sótt um styrki til rekstrar og ýmissa verkefna í sjóðinn og að þessu sinni bárust alls 200 umsóknir. Veittir voru 124 styrkir alls að upphæð kr. 177.243.000,- og hlaut Náttúrufræðistofan einn þeirra.

23. mar. 2020Héraðsskjalasafn

Lokað frá og með 24. mars

Samkvæmt fyrirmælum stjórnvalda heilbrigðismála verður Héraðsskjalasafn Kópavogs lokað frá og með 24. mars

25. feb. 2020Héraðsskjalasafn

Myndgreiningarmorgnar

Myndgreiningarmorgnar í Héraðsskjalasafni Kópavogs verða eftirfarandi daga:

21. feb. 2020Menningarhúsin

Tónskáld valin fyrir Tónverk 20/21

Fjögur tónskáld semja fyrir Tónverk 20 / 21 í Salnum

Tónskáldin Ásbjörg Jónsdóttir, Sigurður Árni Jónsson, Gunnar Karel Másson og María Huld Markan Sigfúsdóttir hafa verið valin úr hópi sextán umsækjenda til að semja strengjakvartett fyrir Salinn.

06. feb. 2020Náttúrufræðistofa Kópavogs

Súrnun sjávar

Hrönn Egilsdóttir líffræðingur fjallaði um súrnun sjávar í hádegiserindi sl. miðvikudag. Erindið er hluti raðar fræðsluerinda sem nefnist Menning á miðvikudögum og þar var fjallað um þennan vágest sem hefur verið að taka á sig æ skarpari mynd á undanförnum árum, ekki síst á norðurslóðum.

01. feb. 2020Náttúrufræðistofa Kópavogs

Sýningaropnun: Heimkynni – búsvæði í íslenskri náttúru

Í dag, 1. febrúar opnaði ný og stórlega endurbætt sýning í sýningarsal Náttúrufræðistofunnar. Undanfarna daga hefur landslið sýningarhönnuða og iðnaðarmanna, ásamt starfsfólki stofunnar, staðið í ströngu við að setja upp hina nýju sýningu og er óhætt að segja að viðtökur gesta hafi verið jákvæðar.

14. jan. 2020Náttúrufræðistofa Kópavogs

Endurbætur í sýningarsal

Nú standa yfir umfangsmiklar breytingar og endurbætur í sýningarsal Náttúrufræðistofunnar og er hann lokaður af þeim sökum fram undir mánaðarmótin janúar/febrúar.

Sýningarsalurinn opnaði vorið 2002 og hefur staðið nær óbreyttur síðan. Á þessum tíma hafa hins vegar orðið gríðarlegar breytingar, bæði hvað varðar upplýsingamiðlun og framsetningu, en ekki síður í praktískum atriðum á borð við lýsingu. En hvaða máli skiptir lýsing?

03. okt. 2019Menningarhúsin

4., 5., 9. og 10. bekkur í bíó

Það voru 847 glaðbeittir grunnskólanemendur í Kópavogi sem mættu í Smárabíó 30/9 og 1/10 á kvikmyndasýningar á vegum Menningarhúsanna í Kópavogi í samstarfi við RIFF og Smárabíó.

18. sep. 2019Héraðsskjalasafn

Myndgreiningarmorgnar

Meðal þess efnis sem Héraðsskjalasafn Kópavogs tekur við til varðveislu eru ljósmyndir, kvikmyndir, hljóðupptökur og filmur af ýmsum gerðum.

12. mar. 2019Héraðsskjalasafn

Myndavefur Kópavogs

Myndavefur Kópavogs sem stofnaður var í tilefni sextugsafmælis Kópavogskaupstaðar árið 2015 var í janúar 2019 falinn Héraðsskjalasafni Kópavogs til áframhaldandi útgáfu.

02. maí 2018Héraðsskjalasafn

Kópavogsfundurinn og fullveldið

Sýning um Kópavogsfundinn 28. júlí 1662 í tilefni af hundrað ára afmælisári fullveldis Íslands 2018 var opnuð á Safnanótt 2. febrúar 2018 í Héraðsskjalasafni Kópavogs og mun standa út fullveldisafmælisárið.

02. maí 2018Héraðsskjalasafn

Persónuverndarlög og skjöl sveitarfélaga

Starfshópur héraðsskjalavarða um persónuvernd hélt fund um væntanleg persónuverndarlög í Mosfellsbæ 8. mars 2018.