Fréttir

17. apr. 2019Bókasafn Kópavogs

Lokað 18.-22. apríl

Bókasafn Kópavogs verður lokað yfir páskana, 18.-22. apríl.

16. apr. 2019Náttúrufræðistofa Kópavogs

Líffræðingur óskast á Náttúrufræðistofu Kópavogs

Hlutverk Náttúrufræðistofunnar er að safna, varðveita og sýna náttúrugripi, standa að fræðslu og rannsóknum í náttúrufræðum og stuðla að náttúru- og umhverfisvernd.

05. apr. 2019Náttúrufræðistofa Kópavogs

BARNAMENNINGARHÁTÍÐ – LEIKSKÓLINN SÓLHVÖRF

Fjórði og síðasti leikskólinn sem við kynnum til leiks í verkefninu Fuglar og fjöll er staðsettur austan Vatnsendahæðar, við Álfkonuhvarf, og heitir Sólhvörf.

03. apr. 2019Náttúrufræðistofa Kópavogs

BARNAMENNINGARHÁTÍÐ – LEIKSKÓLINN MARBAKKI

Þriðji leikskólinn af fjórum í verkefninu Fuglar og fjöll er staðsettur í vesturbæ Kópavogs, við sunnanverðan Fossvog, og heitir Marbakki.

29. mar. 2019Náttúrufræðistofa Kópavogs

BARNAMENNINGARHÁTÍÐ – LEIKSKÓLINN ÁLFATÚN

Annar leikskólinn sem við kynnum til leiks í samstarfsverkefninu Fuglar og fjöll er staðsettur í skjólsælum reit austast í Fossvogsdalnum og heitir Álfatún.

29. mar. 2019Bókasafn Kópavogs

Hvað er heima fyrir þér?

Spurningu sem þessari er velt fyrir sér á smiðju á vegum Bókasafns Kópavogs sem unnin er með börnum á aldrinum tíu til tólf ára í Álfhólsskóla og Kópavogsskóla um þessar mundir.

27. mar. 2019Náttúrufræðistofa Kópavogs

BARNAMENNINGARHÁTÍÐ – LEIKSKÓLINN ARNARSMÁRI

Þessa dagana stendur undirbúningur fyrir Barnamenningarhátíð sem hæst hjá Menningarhúsunum í Kópavogi. Af því tilefni kynnum við nú til leiks fyrsta leikskólann af fjórum í samstarfsverkefninu Fuglar og fjöll; leikskólann Arnarsmára.

26. mar. 2019Bókasafn Kópavogs

BOOK SPACE á Bókasafni Kópavogs

Book Space samanstendur af 2000 auðum bókum sem hafa verið til útláns í bókasöfnum víða um Evrópu frá árinu 2006.

12. mar. 2019Héraðsskjalasafn

Myndavefur Kópavogs

Myndavefur Kópavogs sem stofnaður var í tilefni sextugsafmælis Kópavogskaupstaðar árið 2015 var í janúar 2019 falinn Héraðsskjalasafni Kópavogs til áframhaldandi útgáfu.

06. mar. 2019Bókasafn Kópavogs

Vinsælustu bækurnar 2018

Það er alltaf áhugavert fyrir starfsfólk bókasafnsins að komast að því hvaða bækur standa upp úr í vinsældum eftir hvert bókaár. Nýjar bækur frá metsöluhöfundum detta oftast inn á markað á haustin rétt fyrir jólainnkaupin og fara þær eftirvæntingafyllstu oftast á langa biðlista á öllum bókasöfnum. Það segir samt ekki alla söguna og eru þær bækur ekki alltaf á listanum yfir tíu mestu útlánin þegar litið er á árið í heild. Enda lánast þær bækur vel út vorið sem fylgir.

06. mar. 2019Náttúrufræðistofa Kópavogs

Vöktun á forgangsefnum

Náttúrufræðistofa Kópavogs er meðal þátttakenda í nýju verkefni þar sem vöktuð eru svokölluð forgangsefni í sjó og stöðuvötnum. Alls er um að ræða 45 efni og efnasambönd sem eiga það sameiginlegt að vera skaðleg lífverum.

26. feb. 2019Bókasafn Kópavogs

Lengri afgreiðslutími 9. mars

Aðalsafn Bókasafns Kópavogs og Náttúrufræðistofa Kópavogs opna kl. 9:00 laugardaginn 9. mars þegar SÍBS mun bjóða ókeypis heilsufarsmælingar í Hamraborg 6a í samstarfi við Heilsueflandi samfélag í Kópavogsbæ.

12. feb. 2019Bókasafn Kópavogs

Þjónustukönnun 12.-15. mars

Hin árlega þjónustukönnun Bókasafns Kópavogs er nú opin.

09. feb. 2019Bókasafn Kópavogs

Örlög og örleikrit

Þann 12. febrúar á milli kl. 18 og 19 býður Bókasafn Kópavogs upp á viðburð til að heiðra minningu Kjartans Árnasonar sem hefði orðið sextugur þann dag.

05. feb. 2019Náttúrufræðistofa Kópavogs

Kynnisferð til Stokkhólms

Í liðinni viku fór starfsfólk náttúrufræðistofunnar í kynnisferð til Stokkhólms. Markmið ferðarinnar var að skoða ný eða nýlega endurgerð söfn og sýningar í þeim tilgangi að safna í hugmyndabrunn vegna fyrirhugaðra endurbóta á grunnsýningu Náttúrufræðistofu Kópavogs.

31. jan. 2019Bókasafn Kópavogs

Aukin þjónusta fyrir lánþega

Samstarfssamningur Bókasafns Garðabæjar, Bókasafns Hafnarfjarðar og Bókasafns Kópavogs í gildi. Aukið samstarf í byrjun árs, skil á gögnum á hvaða safni sem er og sameiginlegir viðburðir.

23. jan. 2019Bókasafn Kópavogs

Uppfærsla á hugbúnaði leitir.is

Fimmtudaginn 24. janúar verður uppfærsla á hugbúnaði vefsins leitir.is, hann mun því liggja niðri frá kl. 8 til 11.

22. jan. 2019Bókasafn Kópavogs

Ljóðstafur Jóns úr Vör afhentur í 17. sinn

Ljóðstafur Jóns úr Vör var afhentur í 17. sinn við hátíðlega athöfn í Salnum á afmælisdegi skáldsins þann 21. janúar.

14. jan. 2019Salurinn

ÁSKRIFTARSALA HAFIN Á DA CAPO SPJALLTÓNLEIKARÖÐINA 2019

Ef keyptir eru þrennir tónleikar eða fleiri í Da Capo tónleikaröðinni fæst 20% afsláttur af miðaverði.

11. jan. 2019Náttúrufræðistofa Kópavogs

Tíðarandi í teikningum

Sýning á myndskreytingum úr íslenskum námsbókum frá 20. öld. Sýningin  er samstarfsverkefni Menntamálastofnunar, Bókasafns Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs og stendur frá 12. janúar til 23. febrúar 2019.

10. jan. 2019Náttúrufræðistofa Kópavogs

Haftyrðill í ógöngum

Krakkar á leikskólanum Kópasteini rákust á fremur lítinn og dálítið sérkennilegan fugl, sem virtist eiga í einhverjum vandræðum. Búið var um fuglinn í skókassa og síðan rölt með hann til okkar á Náttúrufræðistofunni, til að fá úr því skorið hvað þarna væri á ferðinni.

12. des. 2018Náttúrufræðistofa Kópavogs

Fjöldi umsókna um nýtt starf

Í kjölfar mannabreytinga og vegna þróunar í starfsemi stofunnar var á dögunum auglýst eftir verkefnastjóra. Óhætt er að segja að fjöldi umsókna hafi farið fram úr björtustu vonum.

02. maí 2018Héraðsskjalasafn

Kópavogsfundurinn og fullveldið

Sýning um Kópavogsfundinn 28. júlí 1662 í tilefni af hundrað ára afmælisári fullveldis Íslands 2018 var opnuð á Safnanótt 2. febrúar 2018 í Héraðsskjalasafni Kópavogs og mun standa út fullveldisafmælisárið.

02. maí 2018Héraðsskjalasafn

Persónuverndarlög og skjöl sveitarfélaga

Starfshópur héraðsskjalavarða um persónuvernd hélt fund um væntanleg persónuverndarlög í Mosfellsbæ 8. mars 2018.