Fréttir

14. jan. 2020Náttúrufræðistofa Kópavogs

Endurbætur í sýningarsal

Nú standa yfir umfangsmiklar breytingar og endurbætur í sýningarsal Náttúrufræðistofunnar og er hann lokaður af þeim sökum fram undir mánaðarmótin janúar/febrúar.

Sýningarsalurinn opnaði vorið 2002 og hefur staðið nær óbreyttur síðan. Á þessum tíma hafa hins vegar orðið gríðarlegar breytingar, bæði hvað varðar upplýsingamiðlun og framsetningu, en ekki síður í praktískum atriðum á borð við lýsingu. En hvaða máli skiptir lýsing?

01. jan. 2020Bókasafn Kópavogs

Breyting á gjaldskrá 2020

Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt breytingar á gjaldskrá Bókasafns Kópavogs frá 1. janúar 2020.

29. nóv. 2019Bókasafn Kópavogs

Nýr útibússtjóri Lindasafns

Sigurlaug Jóna Hannesdóttir hefur verið ráðin sem nýr útibússtjóri Lindasafns.

23. nóv. 2019Náttúrufræðistofa Kópavogs

30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Miðvikudaginn 20. nóvember var haldið upp á 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í Kópavogi. Á Náttúrufræðistofu Kópavogs opnuðu börn úr 8. bekk í Kópavogi sýninguna Pláneta A ásamt Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra Kópavogs, Andra Snæ Magnasyni rithöfundi og Sævari Helga Bragasyni, Stjörnu-Sævari.

12. nóv. 2019Bókasafn Kópavogs

Norræn bókmenntavika

Norræn bókmenntavika er verkefni á vegum Sambands Norrænu félaganna sem leitast við að efla lestrargleði og breiða út norrænar bókmenntir á Norðurlöndunum og nágrannalöndum.

08. nóv. 2019Bókasafn Kópavogs

Vinningshafar bangsagetraunar

Dregið var úr bangsagetrauninni á safninu þann 28. október.

16. okt. 2019Náttúrufræðistofa Kópavogs

Líffræðiráðstefnan 2019

Fimmtudaginn 17. október hefst níunda ráðstefna Líffræðifélags Íslands. Náttúrufræðistofa Kópavogs er þátttakandi og einn af styrktaraðilum ráðstefnunnar, sem er stórviðburður í íslensku vísindastarfi, enda sækir hana meirihluti þeirra sem starfa að rannsóknum í lífvísindum hér á landi.

Að þessu sinni stendur ráðstefnan í þrjá daga og verða keyrðar samhliða málstofur alla dagana en á milli er dagskráin brotin upp með öndvegisfyrirlestrum og öðrum viðburðum.

16. okt. 2019Bókasafn Kópavogs

Bangsadagsgetraun

Hægt er að taka þátt í bangsadagsgetraun á aðalsafni og Lindasafni til 26. október.

09. okt. 2019Bókasafn Kópavogs

Laust er starf útibússtjóra Lindasafns

Bókasafn Kópavogs óskar eftir öflugum stjórnanda í starf útibússtjóra Lindasafns. Um er að ræða 100% stöðu og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf í desember. Næsti yfirmaður er forstöðumaður Bókasafns Kópavogs.

03. okt. 2019Menningarhúsin

4., 5., 9. og 10. bekkur í bíó

Það voru 847 glaðbeittir grunnskólanemendur í Kópavogi sem mættu í Smárabíó 30/9 og 1/10 á kvikmyndasýningar á vegum Menningarhúsanna í Kópavogi í samstarfi við RIFF og Smárabíó.

30. sep. 2019Náttúrufræðistofa Kópavogs

Vísindavaka

Síðastliðinn laugardag var sannkallaður hátíðardagur þeirra sem stunda vísindarannsóknir, en þá var Vísindavaka Rannís haldin í Laugardalshöll. Þar kynntu hátt á fjórða tug sýnenda margskonar verkefni og miðluðu til gesta. Náttúrufræðistofa Kópavogs var að sjálfsögðu meðal þátttakenda eins og ætíð áður.

18. sep. 2019Héraðsskjalasafn

Myndgreiningarmorgnar

Meðal þess efnis sem Héraðsskjalasafn Kópavogs tekur við til varðveislu eru ljósmyndir, kvikmyndir, hljóðupptökur og filmur af ýmsum gerðum.

12. sep. 2019Náttúrufræðistofa Kópavogs

Kúluskíturinn kvaddur

Þann 4. desember 2004 var kúluskítur tekinn formlega til sýningar á Náttúrufræðistofu Kópavogs og var sýningin opnuð af þáverandi umhverfisráðherra, Sigríði Önnu Þórðardóttur.

Í dag eru hins vegar þau tregafullu tímamót að kúluskíturinn hverfur úr sýningu, eftir að hafa staðið sína plikt með stökum sóma í tæp 15 ár. Síðasta embættisverk kúluskítsins fer nú fram á Kjarvalsstöðum, í sameiginlegri kynningu Menningarhúsa Kópavogs á fræðsluefni fyrir börn, sem hlýtur að teljast afar vel við hæfi.

12. sep. 2019Náttúrufræðistofa Kópavogs

Lokað vegna framkvæmda

Þessa dagana standa yfir endurbætur á gólfefnum á neðstu hæð safnahússins og verður sýningarsafn Náttúrufræðistofnunnar lokað af þeim sökum frá og með 12.–20. september.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur í för með sér fyrir gesti okkar og gestum bókasafnsins er bent á inngang á 2. hæð.

01. sep. 2019Bókasafn Kópavogs

Vetrarafgreiðslutími Lindasafns

Afgreiðslutími Lindasafns breytist frá og með 1. september.

30. ágú. 2019Bókasafn Kópavogs

Lestrarvinir

Langar þig að vera lestrarvinur eða veistu um fjölskyldu sem myndi vilja fá lestrarvin í heimsókn?

29. ágú. 2019Bókasafn Kópavogs

Uppskeruhátíð sumarlestrar

Líf og fjör var á uppskeruhátíð sumarlestrar Bókasafns Kópavogs sem haldin var síðastliðinn fimmtudag.

28. ágú. 2019Bókasafn Kópavogs

Tímabundin lokun á barnadeild

Skipt verður um gólfefni í barnadeild aðalsafns Bókasafns Kópavogs dagana 5.-14. september og verður hún því lokuð á þeim tíma.

26. ágú. 2019Náttúrufræðistofa Kópavogs

Rannsóknir á Reykjavíkurtjörn

Vegfarendur í miðbæ Reykjavíkur ráku sumir hverjir upp stór augu nú fyrir helgi þegar sjá mátti tvo menn á slöngubát róa fram og aftur um Reykjavíkurtjörn. Um var að ræða starfsfólk Náttúrufræðistofu Kópavogs í þeim erindagjörðum að kanna lífríki og gróðurfar Tjarnarinnar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessar rannsóknir vekja athygli, enda fágætt að sjá báta á Reykjavíkurtjörn.

24. júl. 2019Náttúrufræðistofa Kópavogs

Sérsýningar

Tvær sérsýningar standa nú yfir í anddyri Náttúrufræðistofu og bókasafns; annars vegar sýning á Íslandskorti Björns Gunnlaugssonar og  jarðfræðikorti Þorvaldar Thoroddsens og hins vegar sýningin "Þetta er ungt og leikur sér".

24. jún. 2019Náttúrufræðistofa Kópavogs

Sumarnámskeið Náttúrufræðistofu 2019

Í síðustu viku var sumarnámskeið Náttúrufræðistofu haldið í 22. sinn!

06. jún. 2019Náttúrufræðistofa Kópavogs

Lífríki Silungatjarnar, Krókatjarnar og Selvatns

Að beiðni Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis gerði Náttúrufræðistofa Kópavogs rannsókn á vistkerfi þriggja vatna í landi Mosfellsbæjar; Silungatjörn, Krókatjörn og Selvatni.  Rannsóknin náði til efna- og eðlisþátta, vatnagróðurs, smádýralífs og fiska.

12. mar. 2019Héraðsskjalasafn

Myndavefur Kópavogs

Myndavefur Kópavogs sem stofnaður var í tilefni sextugsafmælis Kópavogskaupstaðar árið 2015 var í janúar 2019 falinn Héraðsskjalasafni Kópavogs til áframhaldandi útgáfu.

02. maí 2018Héraðsskjalasafn

Kópavogsfundurinn og fullveldið

Sýning um Kópavogsfundinn 28. júlí 1662 í tilefni af hundrað ára afmælisári fullveldis Íslands 2018 var opnuð á Safnanótt 2. febrúar 2018 í Héraðsskjalasafni Kópavogs og mun standa út fullveldisafmælisárið.

02. maí 2018Héraðsskjalasafn

Persónuverndarlög og skjöl sveitarfélaga

Starfshópur héraðsskjalavarða um persónuvernd hélt fund um væntanleg persónuverndarlög í Mosfellsbæ 8. mars 2018.

Fréttir Menningarhúsanna í Kópavogi

Fréttir

Fylgstu með því sem er að gerast í Menningarhúsunum í Kópavogi.

Ljóðstafur Jóns úr Vör 2020

Björk Þorgrímsdóttir handhafi Ljóðstafsins

Ljóðstafur Jóns úr Vör var afhentur við hátíðlega athöfn í Salnum þann 21. janúar. Alls bárust 232 ljóð í keppnina.Handhafi Ljóðstafsins árið 2020 er Björk Þorgrímsdóttir fyrir ljóðið Augasteinn, í öðru sæti Freyja Þórsdóttir fyrir ljóðið Skilningur og þriðja sætið hlaut Elísabet Kristín Jökulsdóttir fyrir ljóðið Að elska Vestfirðing. Jafnframt voru úrslit í Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs kunngjörð en 153 ljóð bárust. Ingimar Örn Hammer Haraldsson úr Álfhólsskóla hlaut 1. sæti, í 2. sæti var Arnór Snær Hauksson úr Salaskóla og í 3. sæti Steinunn María Gunnarsdóttir og Ragnheiður Jónasdóttur úr Kársnesskóla .