Fréttir

12. feb. 2019Bókasafn Kópavogs

Þjónustukönnun 12.-28. febrúar

Hin árlega þjónustukönnun Bókasafns Kópavogs er nú opin.

09. feb. 2019Bókasafn Kópavogs

Örlög og örleikrit

Þann 12. febrúar á milli kl. 18 og 19 býður Bókasafn Kópavogs upp á viðburð til að heiðra minningu Kjartans Árnasonar sem hefði orðið sextugur þann dag.

05. feb. 2019Náttúrufræðistofa Kópavogs

Kynnisferð til Stokkhólms

Í liðinni viku fór starfsfólk náttúrufræðistofunnar í kynnisferð til Stokkhólms. Markmið ferðarinnar var að skoða ný eða nýlega endurgerð söfn og sýningar í þeim tilgangi að safna í hugmyndabrunn vegna fyrirhugaðra endurbóta á grunnsýningu Náttúrufræðistofu Kópavogs.

31. jan. 2019Bókasafn Kópavogs

Aukin þjónusta fyrir lánþega

Samstarfssamningur Bókasafns Garðabæjar, Bókasafns Hafnarfjarðar og Bókasafns Kópavogs í gildi. Aukið samstarf í byrjun árs, skil á gögnum á hvaða safni sem er og sameiginlegir viðburðir.

23. jan. 2019Bókasafn Kópavogs

Uppfærsla á hugbúnaði leitir.is

Fimmtudaginn 24. janúar verður uppfærsla á hugbúnaði vefsins leitir.is, hann mun því liggja niðri frá kl. 8 til 11.

22. jan. 2019Bókasafn Kópavogs

Ljóðstafur Jóns úr Vör afhentur í 17. sinn

Ljóðstafur Jóns úr Vör var afhentur í 17. sinn við hátíðlega athöfn í Salnum á afmælisdegi skáldsins þann 21. janúar.

18. jan. 2019Bókasafn Kópavogs

Opnun sýningarinnar Tíðarandi í teikningum

Sýningin Tíðarandi í teikningum sem er sýning á myndskreytingum í kennslubókum var opnuð á Bókasafni Kópavogs af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra á laugardaginn var.

14. jan. 2019Salurinn

ÁSKRIFTARSALA HAFIN Á DA CAPO SPJALLTÓNLEIKARÖÐINA 2019

Ef keyptir eru þrennir tónleikar eða fleiri í Da Capo tónleikaröðinni fæst 20% afsláttur af miðaverði.

11. jan. 2019Náttúrufræðistofa Kópavogs

Tíðarandi í teikningum

Sýning á myndskreytingum úr íslenskum námsbókum frá 20. öld. Sýningin  er samstarfsverkefni Menntamálastofnunar, Bókasafns Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs og stendur frá 12. janúar til 23. febrúar 2019.

10. jan. 2019Náttúrufræðistofa Kópavogs

Haftyrðill í ógöngum

Krakkar á leikskólanum Kópasteini rákust á fremur lítinn og dálítið sérkennilegan fugl, sem virtist eiga í einhverjum vandræðum. Búið var um fuglinn í skókassa og síðan rölt með hann til okkar á Náttúrufræðistofunni, til að fá úr því skorið hvað þarna væri á ferðinni.

03. jan. 2019Bókasafn Kópavogs

Breyting á gjaldskrá 2019

Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt breytingar á gjaldskrá Bókasafns Kópavogs frá 1. janúar 2019.

24. des. 2018Bókasafn Kópavogs

Jólakveðja frá Menningarhúsunum

Starfsfólk Menningarhúsanna í Kópavogi óskar gestum sínum gleðilegra jóla.

21. des. 2018Bókasafn Kópavogs

Jólabókaflóðið á Bókasafni Kópavogs

Brynhildur Jónsdóttir deildarstjóri þjónustu á Bókasafni Kópavogs og Gréta Björg Ólafsdóttir deildarstjóri barnastarfs sátu undir svörum og hafa þetta að segja um jólabókaflóðið í ár.

15. des. 2018Bókasafn Kópavogs

Afgreiðslutími um jól og áramót

Afgreiðslutími á aðalsafni og Lindasafni verður sem hér segir yfir jól og áramót.

12. des. 2018Náttúrufræðistofa Kópavogs

Fjöldi umsókna um nýtt starf

Í kjölfar mannabreytinga og vegna þróunar í starfsemi stofunnar var á dögunum auglýst eftir verkefnastjóra. Óhætt er að segja að fjöldi umsókna hafi farið fram úr björtustu vonum.

12. des. 2018Náttúrufræðistofa Kópavogs

Jóladagskrá og opnunartímar um hátíðarnar

Nú styttist til jóla. Af því tilefni hafa safngripir stofunnar sett upp jólahúfur og í salnum okkar er leikskólum boðið upp á fræðslu um allskonar jólaketti.

16. okt. 2018Salurinn

Ljóðstafur Jóns úr Vör

Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar efnir í átjánda sinn til ljóðasamkeppninnar um Ljóðstaf Jóns úr Vör. Þá fer einnig fram Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs.

02. okt. 2018Náttúrufræðistofa Kópavogs

Kynning á rannsóknum Náttúrufræðistofu Kópavogs

Frá árinu 1992 og fram til dagsins í dag hefur Náttúrufræðistofa Kópavogs staðið að, eða tekið þátt í fjölda rannsókna í þeim tilgangi að kortleggja íslenskt vatnalífríki.

25. sep. 2018Náttúrufræðistofa Kópavogs

Rannsóknir – til hvers?

Náttúrufræðistofa Kópavogs verður meðal þátttakenda á Vísindavöku, sem loks snýr aftur þann 28. september. Starfsemi stofunnar verður kynnt undir heitinu „Rannsóknir – til hvers?“ og verður m.a leitast við að svara því til hvers við erum eiginlega að þessu.

20. sep. 2018Náttúrufræðistofa Kópavogs

Vísindakaffi - upphitun fyrir Vísindavöku

Vísindi eru frábær. Kaffihúsastemming er kósý. Hver er útkoman þegar þessu tvennu er blandað saman?

31. ágú. 2018Náttúrufræðistofa Kópavogs

Nýir safngripir til sýnis

Á dögunum bárust safninu nýuppsettir fuglar sem eru kærkomin viðbót við safnkostinn og hafa þeir verið settir upp í anddyri Náttúrufræðistofunnar.

24. ágú. 2018Náttúrufræðistofa Kópavogs

Í sumarlok

Nú er kominn sá árstími þegar sumarstarfsfólk snýr aftur í skólana og sumarfrí hinna fastráðnu eru að mestu yfirstaðin.  Þetta er jafnframt sá tími þegar annir í vettvangsvinnu eru oft hvað mestar enda stendur vatnalíf í mestum blóma síðla sumars.

20. ágú. 2018Salurinn

Áskriftarsala hafin á Tíbrá tónleikaröðina 2018 – 19

Ef keyptir eru þrennir tónleikar eða fleiri í Tíbrá tónleikaröðinni fæst 20% afsláttur af miðaverði.

Tíbrá tónleikaröðin er einstaklega fjölbreytt og skemmtileg í vetur. Röðin telur tíu tónleika sem spanna breytt svið tónlistarinnar með ljóðatónlist, jazz-samtali, sönglagaveislu, dægurlögum, ljóðaleik og ljóðavölsum, fiðlutónum, kólumbískum tónum, rússnesk- slavneskum píanótríóum og svo mætti áfram telja.

02. maí 2018Héraðsskjalasafn

Kópavogsfundurinn og fullveldið

Sýning um Kópavogsfundinn 28. júlí 1662 í tilefni af hundrað ára afmælisári fullveldis Íslands 2018 var opnuð á Safnanótt 2. febrúar 2018 í Héraðsskjalasafni Kópavogs og mun standa út fullveldisafmælisárið.

02. maí 2018Héraðsskjalasafn

Persónuverndarlög og skjöl sveitarfélaga

Starfshópur héraðsskjalavarða um persónuvernd hélt fund um væntanleg persónuverndarlög í Mosfellsbæ 8. mars 2018.

18. apr. 2018Salurinn

Gilitrutt vakti mikla lukku

Leikskólabörnum var boðið á barnaóperuna Gilitrutt eftir Hildigunni Rúnarsdóttur á barnamenningarhátíð í Kópavogi.

600 börn sáu sýninguna og skemmtu sér konunglega

20. des. 2017Salurinn

Toyota bakhjarl Tíbrár í Salnum

Toyota er aðal bakhjarl tónleikaraðarinnar Tíbrár í Salnum en samningur þess efnis var undirritaður 19. desember sl.