Gerðarsafn opið

18. nóvember 2020

Þrjár nýjar sýningar hafa verið opnaðar í Gerðarsafni.
Fjöldatakmörkun miðast við 10 einstaklinga og grímuskylda er á safninu.

Gerðarsafn hefur verið opnað að nýju með þremur nýjum sýningum 
Verið velkomin á einkasýningar Magnúsar Helgasonar og Ólafar Helgu Helgadóttur. Sýningarnar Shit hvað allt er gott og Hrist ryk á steini eru hluti af Skúlptúr / Skúlptúr sýningaröð Gerðarsafns.
Listamennirnir nálgast sköpunina með framúrstefnulegri tilraunamennsku í hversdagsleg efni og óþrjótandi leik- og sköpunargleði. Þau nota ólíkan efnivið, oft á tíðum hversdagslega hluti sem settir eru í framandi og spennandi samhengi og biðla þannig til áhorfandans að slaka á rökhugsuninni og njóta áhyggjulaust.
Á neðri hæð safnsins er ný grunnsýning þar sem tekinn er fyrir síðasti áratugur í listsköpun Gerðar Helgadóttur.
Grímuskylda er á safninu og fjöldatakmörkun miðast við 10 einstaklinga.
Við erum öll almannavarnir!