Kúltúr klukkan 13 - sjáðu þættina hér!

06. nóvember 2020

Nú er hægt að sjá alla Kúltúr klukkan 13 þættina á einum stað. Kúltúr klukkan 13 voru menningarþættir sem sendir voru út á Facebook síðu Menningarhúsanna á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum á meðan á samkomubanni stóð vorið 2020. Dagskráin hófst 23. mars og voru þrír viðburðir vikulega fram í maí. 

Viðburðunum var streymt frá facebook síðu Stundarinnar og Menningarhúsanna í Kópavogi og má nú finna inni á Youtube-síðu Menningarhúsanna.