Í tilefni tvítugsafmælis Ljóðstafs Jóns úr Vör hafa verið gerð myndbönd með öllum höfundum vinningsljóðanna frá upphafi. Sigurður Unnar Birgisson annaðist tökur, dagskrárgerð og eftirvinnslur en upptökur fóru fram í Salnum í Kópavogi í nóvember og desember 2021. Ljóðstafur Jóns úr Vör verður næst veittur 20.febrúar.