Gilitrutt vakti mikla lukku

18. apríl 2018

Leikskólabörnum var boðið á barnaóperuna Gilitrutt eftir Hildigunni Rúnarsdóttur á barnamenningarhátíð í Kópavogi.

600 börn sáu sýninguna og skemmtu sér konunglega 

Leikskólabörnum var boðið á barnaóperuna Gilitrutt eftir Hildigunni Rúnarsdóttur á barnamenningarhátíð í Kópavogi.

600 börn sáu sýninguna og skemmtu sér konunglega 

Gilitrutt er barnaópera eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, byggð á ævintýrinu um Gilitrutt. Um leik og söng sáu Hallveig Rúnarsdóttir, María Sól Ingólfsdóttir og Þorkell H. Sigfússon.  Hrönn Þráinsdóttir spilaði á píanó. 

Myndskreytingarnar eru eftir eftir Heiðu Rafnsdóttur.  Sagan er færð til nútímans og Gilitrutt er komin með snjallsíma.

0.png