Hver erum við?

Menningarhúsin í Kópavogi eru Bókasafn Kópavogs, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Gerðarsafn, Héraðsskjalasafn Kópavogs og Salurinn. Húsin sameinast um ýmiskonar dagskrá svo sem Fjölskyldustundir á laugardögum, Menningu á miðvikudögum, dagskrá fyrir skólahópa og sumarnámskeið fyrir börn. Húsin starfa því bæði sem sjálfstæðar ólíkar stofnanir en einnig sem heild í því skyni að efla samfélagið.