Árlega auglýsir lista- og menningarráð eftir umsóknum um bæjarlistamann eða tekur við ábendingum um hann. Tilgangur með útnefningunum er að varpa ljósi á þá fjölmörgu og hæfileikaríku listamenn sem búa í Kópavogi og hafa átt þátt í að auðga menningarlíf bæjarins í gegnum árin. Það er meðal annars hlutverk bæjarlistamanns að deila listsköpun sinni með bæjarbúum það ár sem hann er valinn.
- 2020: Herra Hnetusmjör (Árni Páll Árnason), tónlistarmaður
- 2019: Ragna Fróðadóttir, textíllistamaður og hönnuður.
- 2018: Stefán Hilmarsson tónlistarmaður
- 2017: Sigtryggur Baldursson tónlistarmaður
- 2016: Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari
- 2015: Jón Adolf Steinólfsson útskurðarmeistari
- 2014: Salka Sól, Þuríður Blær og Tinna Sverrisdóttir listakonur
Á tveggja til fjögurra ára fresti velur Lista- og menningarráð heiðurslistamann Kópavogs sem heiðraður er fyrir ævistarf sitt. Fyrsti heiðurslistamaður Kópavogs var valinn 1988.
Heiðurslistamenn:
- 2017: Margrét Örnólfsdóttir, rithöfundur
- 2016: Kristín Þorkelsdóttir, myndlistarkona
- 2014: Theodór Júlíusson, leikari
- 2012: Ingibjörg Þorbergs, tónskáld
- 2010: Ragnar Axelsson, ljósmyndari
- 2009: Hjálmar H. Ragnarsson, tónskáld
- 2008: Stefán Hilmarsson, tónlistarmaður
- 2007: Baltasar Samper, listmálari
- 2006: Erna Ómarsdóttir, danshöfundur
- 2005: Kristinn Sigmundsson, einsöngvari
- 2004: Jónas Ingimundarsson, píanóleikari
- 2003: Gylfi Gröndal, rithöfundur
- 2002: Benedikt Gunnarsson, listmálari
- 2001: Þórunn Björnsdóttir, kórstjóri
- 2000: Þorkell Sigurbjörnsson, tónskáld
- 1996: Jón úr Vör Jónsson, ljóðskáld
- 1995: Róbert Arnfinnsson, leikari
- 1994: Fjölnir Stefánsson, tónskáld
- 1989: Sigurður Bragason, einsöngvari
- 1988: Björn Guðjónsson, trompetleikari og hljómsveitarstjóri
Reglur um bæjarlistamann
Reglur um heiðurslistamann