Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs

Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs er haldin í tengslum við Ljóðstaf Jóns úr Vör, árlega ljóðasamkeppni Lista- og menningarráðs Kópavogs. Markmiðið með grunnskólakeppninni er að efla áhuga barna og ungmenna á ljóðagerð. Öll grunnskólabörn í Kópavogi geta tekið þátt.  

Dómnefnd skipuð fagfólki á sviði bókmennta fer yfir innsend ljóð beggja flokka. Verðlaun og viðurkenningar eru veitt 21. janúar ár hvert, á afmælisdegi skáldsins Jóns úr Vör en við sama tilefni er Ljóðstafur Jóns úr Vör veittur. Fyrstu verðlaun í grunnskólakeppninni voru veitt árið 2012.

Kári Rafnar Eyjólfsson, Álfhólsskóla
  1. Englabróðir

Kári Rafnar Eyjólfsson, 5. bekk Álfhólsskóla

  1. Litaða dimman

Árelía Ísey Benediktsdóttir, 5. bekk Waldorfsskólanum

  1. Lífið

Rayan Sharifa, 8. bekk Álfhólsskóla

Sérstakar viðurkenningar:

Bófinn og gulleplið: Matiass Preiss, 6. bekk Waldorfskólanum

Elsku kæra besta eiginkona: Rökkvi Valsson 10. AH Lindaskóla

Ég mála: Hildur Freyja, 5. bekk Waldorfskólanum

Kvíði: Sandra Mulamuhic Alensdóttir, 10. TKL Álfhólsskóla

Ljósið mitt: Evie Rós Guðmundsdóttir, 5. bekk Waldorfskólanum

Te: Katrín Hekla Magnúsdóttir og Marcelina Lapka 10. AH, Lindaskóla

Tréð eldist: Bjarni Gunnlaugsson, 6. bekk Salaskóla

 

 

1. sæti
Kári Rafnar Eyjólfsson
Englabróðir

Englabróðir

 

Stóri bróðir ég sakna þín.

Eitt það sem ég þrái heitast er bara að sjá þig,

bara einu sinni alla vega.

En ég veit að þú ert alltaf hjá mér

og gætir mín í gegnum skýin.

 

Nú værir þú tólf ára,

tveimur árum eldri en ég. 

Þú myndir gæta mín samt,

þótt við hefðum fengið að vera hér 

samtímis.

En nú gerir þú það í gegnum skýin.

 

Það er skrítin tilfinning að sakna þín

án þess að hafa hitt þig.

Mér finnst ég hafa hitt þig 

í gegnum minningar þeirra 

sem þekktu þig best

og við elskum báðir. 

 

Þú hést Rafn, ég heiti Rafnar

því ég gæti krummans þíns.

2. sæti
Árelía Ísey Benediktsdóttir
Litaða dimman

Litaða dimman

Dimman svífur yfir ljósið og þau heilsast

og gefa hvort öðru ljós og dimmu

 

3. sæti
Rayan Sharifa
Lífið

 

Lifðu Lífinu, Lífið er stutt

Gerðu það sem þú vilt ekki hlusta á það sem aðrir segja.

Hlustaðu bara á góðu hlutina. Aldrei láta neinn stoppa þig.

 

Ingimar Örn Hammer Haraldsson, Álfhólsskóla

Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs 2020

1. sæti: Ingimar Örn Hammer Haraldsson: Svarthol 

2. sæti: Arnór Snær Hauksson, Salaskóla: Grimma tréð

3. sæti: Steinunn María Gunnarsdóttir & Ragnheiður Jónasdóttir, Kársnesskóla: Draumaland

Sérstakar viðurkenningar:

Bára Margrét Guðjónsdóttir, Salaskóla 
Benedikt Einarsson, Vatnsendaskóla
Helgi Geirsson, Álfhólsskóla
Hrannar Ben Ólafsson, Hörðuvallaskóla 
Ingunn Jóna Valtýsdóttir, Lindaskóla
Kristín Elka Svansdóttir, Hörðuvallaskóla

1. sæti
Ingimar Örn Hammer Haraldsson, Álfhólsskóla
Svarthol

Svarthol eru svört,
og draga að sér ljós,
en ekki nógu sterk,
til þess að draga að sér,
mína sál.

2. sæti
Arnór Snær Hauksson, Salaskóla
Grimma tréð

Tré gerir súrefni. 
ræktum tré 
ég elska trén


Andlit í trénu
manneskja í trénu. 
munnur í trénu 
augu í trénu  

 

3. sæti
Steinunn María Gunnarsdóttir & Ragnheiður Jónasdóttir, Kársnesskóla
Draumaland

Þú labbar áfram og sérð hvíta strönd
og himinbláan sjó
Þú labbar að sjónum 
Þú dýfir tánum ofan í 
Það er skrítin tilfinning.
Allt í einu ertu toguð í sjóinn. 
Þú vaknar og það er myrkur.
Þú lítur upp og sérð norðurljósin dansa.
Þú lyftist upp í þau 
Þar bíður hestur 
þú horfir betur, hann er með horn
Þér er lyft á bak og hann svífur með þig burt.

 

Katrín Valgerður Gustavsdóttir, Kársnesskóla

Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs 2019

1. sæti: Katrín Valgerður Gustavsdóttir, Kársnesskóla: Súðavík

2. sæti: Örn Tonni Ágústsson Christensen, Hörðuvallaskóla: Englar

3. sæti: Margrét Hrönn RóbertsdóttirKársnesskóla:
 
Sérstakar viðurkenningar:

Daníel Ingi Þorvaldsson, Snælandsskóla: Sjórinn
Elmar Daði Ívarsson,  Hörðuvallaskóla: Myrkrið
Emilíana Unnur Aronsdóttir, Kársnesskóla: Ég
Hrefna Lind Grétarsdóttir, Álfhólsskóla: Hvíti svanurinn 
Margrét Hrönn Róbertsdóttir, Kársnesskóla: Sjálfið
Snorri Sveinn Lund, Hörðuvallaskóla: Hringur
Urður Matthíasdóttir, Vatnsendaskóla: Skepnur

 

 

 

 

 

1. sæti
Katrín Valgerður Gustavsdóttir, Kársnesskóla
Súðavík

Myrkur
Kílómetrum saman
Smýgur á milli minnstu glufa og sest á
fingurgóma mína
Þögnin
Svo ógurlega hávær
Borar sig inn í heilann á mér
og vekur hjá mér ónotatilfinningu
Undarlega hughreystandi 
og glottir út í annað
Kuldinn
Eins og löðrungur beint í andlitið
og einu sannindin um að þetta sé ekki yfirstaðið
Með hverri sekúndu sem líður
rennur burtu sandkorn af von.

2. sæti
Örn Tonni Ágústsson Christensen, Hörðuvallaskóla
Englar

Englar búa á himni hátt
og koma að heimsækja fólkið.

Þegar þau koma verða þau dúfur
svo fallegar dúfur sem engin sér.

Á nóttinni þegar ég sef kemur ein Dúfa
kannski langafi eða langamma.

Þegar mér líður illa og engin hjálpar,
er einn sem hjálpar mér, engill.

Þegar ég sé einhvern en engin er þarna,
þá sé ég engil,

engil sem engin sér nema ég.

3. sæti
Margrét Hrönn Róbertsdóttir, Kársnesskóla

Þú situr þarna með framtíðina i höndum þér
þegar ég er hér og hugsa um fortíðina að baki mér.
Þú segir hæ! og ég vil helst segja þér allt,
eins og hversu hrædd ég er við mistök mín
eða hversu mikið mig langar bara til að vera ein,
hversu mikið mig langar til að vera góð i einhverju
eða geta gert eitthvað af viti,
hversu mikið mig langar til að finna sjálfa mig
-og vita hver ég er
-og hver ég verð.

Henrik Hermannsson,  Hörðuvallaskóla

Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs 2018

1. sæti: Henrik Hermannsson, Hörðuvallaskóla: Myrkrið

2. sæti: Eyrún Flosadóttir,  Kársnesskóla: Frelsi

3. sæti: Sandra Diljá Kristinsdóttir, Salaskóla: Allt og ekkert

Sérstakar viðurkenningar:

Andrea Elín Ólafsdóttir, Hörðuvallaskóla:  Vindurinn
Arnar Jónsson, Lindaskóla: Dýrt kveðið
Bjarki Freyr Sigurðarson, Hörðuvallaskóla Fótbolti
Elís Þór Traustason, Lindaskóla: Regnið
Elmar Ívarsson, Hörðuvallaskóla: Snjórinn
Eyrún Didziokas, Álfhólsskóla: Söknuður til þín
Nanna Eggertsdóttir, Kársnesskóla: Engin afþreying
Vigdís Helga Atladóttir, Hörðuvallaskóla: Þessu mun ég aldrei gleyma

1. sæti
Henrik Hermannsson, Hörðuvallaskóla
Myrkrið

Það er dimmt og ég er hræddur
ég veit ekki hvert ég er að fara eða hvar ég á heima.
Vindurinn blæs á móti mér og það rignir
mér finnst ég vera einhver annar.
Ég hleyp eins hratt og ég get.
Ég heyri öskur og hleyp enn hraðar
inn í myrkrið.
Ég hleyp bara eitthvert í von um að ég komist heim.
Ég er þreyttur og mig langar að sofna
en ég get það ekki og verð að halda áfram
en ég er rennblautur og leggst á jörðina.
Ég gefst upp og hætti að reyna
ég vissi að það var enginn tilgangur að reyna.
En í sama bragði sá ég spegilmynd mína
ég spyr sjálfan mig hvað get ég gert?
Ég ákvað að ég ætlaði ekki að gefast upp
ég stóð upp og hljóp eins hratt og ég gat.
Ég sá ljós þarna átti ég heima.

2. sæti
Eyrún Flosadóttir, Kárnesskóla
Frelsi

Ég er föst
Kemst ekki út
Ég er föst í mínum eigin huga
Reyni að brjótast út en vil það í rauninni ekki
Eitthvað við þennan hræðilega stað er svo fallegt
Kannski er til öðruvísi líf en þetta.
Ég sækist eftir hinu ókunnuga

 

3. sæti
Sandra Diljá Kristinsdóttir, Salaskóla
Allt og ekkert

Ég sit í rólunni upp á
stóru og fallegu heiðinni,
og ég hugsa.
Ég hugsa um allt og ekkert.

Af hverju er ég til?
Af hverju kom ég í heiminn
en ekki bara einhver allt annar?
Af hverju fæddist ég hjá þessari
fjölskyldu en ekki bara einhverri
allt annarri?

Hvað gerist þegar ég dey?

Svona hélt ég endalaust áfram
og hugsaði bara um
allt og ekkert.

 

 

Rebekka Rún Oddgeirsdóttir, Kársnesskóla

Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs 2017

1. sæti: Rebekka Rún Oddgeirsdóttir, Kársnesskóla: Heimþrá

2. sæti: Ásta Hauksdóttir, Kársnesskóla: Aflausn

3. sæti: Benedikt Árni Björnsson: Salaskóla: Ég gref

Sérstakar viðurkenningar:

Aðalsteinn Örn, Birkir Örn, Tómas Bjartur & Arnar Ágúst, Kársnesskóla:  A B C
Birna Sigríður Haraldsdóttir, Álfhólsskóla: Haustið er komið
Eldur Orri Bjarkason, Hörðuvallaskóla: Máninn
Elísabet Xiang Sveinbjörnsdóttir, Álfhólsskóla: Saga farandsölumannsins
Jón Skúli Ómarsson, Hörðuvallaskóla: Hlátur
Sana Salah Karim, Lindaskóla: Raunveruleikinn
Sigþór Atli Sverrisson, Hörðuvallaskóla: Snjór
Sóley Erla Jónsdóttir, Álfhólsskóla: Hver er ég?

 

 

 

1. sæti
Rebekka Rún Oddgeirsdóttir, Kársnesskóla
Heimþrá

Þegar litla gula hænan bakaði brauðið,
úlfurinn át Rauðhettu
og Fríða kyssti dýrið
þá var allt svo auðvelt.

Við vorum ung.

Hvert fór þetta allt?

Bráðum þurfum við að borga skatta,
keyra bíl og bera fulla ábyrgð á sjálfum okkur.

Hvar er þessi tímavél sem ber okkur aftur um tíma og rúm?

Mér finnst við standa í eilífum ruggandi báti sem virðist ekki stoppa.

Hvert fór barnið?

 

 

2. sæti
Ásta Hauksdóttir, Kársnesskóla
Aflausn

Viltu vinna milljón?
Viltu vinna mig?

Því lengra sem þú dregur mig
inn í miskunnarlausa baráttu
andlegra fjármála og líkamlegra skulda,
dragast gildi mín og geðheilsa
niður í herbergi dauðra starfsmanna
þar sem heilar og lík hafa logað og horfið.
Klukkan er gengin í fimm
í dag skrái ég mig út.

 

                                       

 

3. sæti
Benedikt Árni Björnsson, Salaskóla
Ég gref

Ég gref
Þú grefur
Við gröfum
Hann grefur
Hún grefur
Það grefur
Þið grafið
Allir grafa

Þetta er kannski ekki mjög gott ljóð,
en það er mjög djúpt.

 

Martyna Joanna Szopa & Oliwia Lenska, Álfhólsskóla

Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs 2016

1. sæti: Martyna Jo­anna Szopa & Oliwia Lenska, Álf­hóls­skóla
2. sæti: Elís Þór Trausta­son, Linda­skóla
3. sæti: Sonja Marie Re­bekku­dótt­ir, Hörðuvall­askóla.

Sérstakar viðurkenningar:

Bryn­hild­ur Erla Finn­björns­dótt­ir, Sala­skóla

Erla Sól­ey Skúla­dótt­ir, Hörðuvalla­skóla
Eva Ósk Lár­us­dótt­ir, Sala­skóla
Kar­en Lóa Júlí­us­dótt­ir, Sala­skóla
Rún­ar Ingi Ey­steins­son, Hörðuvalla­skóla
Sandra Diljá Krist­ins­dótt­ir, Sala­skóla
Sól­ey Erla Jóns­dótt­ir, Álf­hóls­skóla
Stein­unn Björg Böðvars­dótt­ir, Linda­skóla
Þor­vald­ur Tumi Bald­urs­son, Álf­hóls­skóla
Vikt­or Gunn­ars­son, Sala­skóla

1. sæti
Martyna Joanna Szopa & Oliwia Lenska, Álfhólsskóla
Ég sit á göngustígnum

Ég sit á göngustígnum
Ég horfi á grasið og blómin í kringum mig.
Sólin skín á mig og á laufblöðin og trén.
Haustið kemur hratt, ég veit ekki hvenær sumarið fór.
Það eru blokkir, hvítar og bláar og allir litir regnbogans.
Ég sé flugvél og ég vil að hún taki mig með.
Þessi tími fer hratt eins og vatn í á.
Ég horfi í kringum mig, en mér líður ekki vel,
ég er ekki heima hjá mér.
Ekki hér, ekki á Íslandi. Í Póllandi er húsið mitt.
Tíminn fer svo hratt og enginn veit hvenær allt var búið.
Fuglarnir eru að fara, enginn veit hvenær þeir áttu að koma.
Eitthvað vantar mig, ég hélt að ég vissi hvað það er.
Það er fjölskyldan mín, í hjartanu mínu.

2. sæti
Elís Þór Traustason, Lindaskóla
Náttúruljóð

Dásemd er af drottni gjörð
dýrðleg er og fögur.
Undur er hún okkar jörð
að yrkja ljóð og sögur.

Fegurst eru og fjalla hæst
fannahnjúkar jarðar.
Landið sem að ljómar glæst
láðarhólmi Garðars.

 

 

 

3. sæti
Sonja Marie Rebekkudóttir. Hörðuvallaskóla
Ísland


Ísland lítur út eins og kind
en ekkert venjuleg kind.
Hún inniheldur vatnajökla
eldfjöll og norðurljós.


       

Unnur Hlíf Rúnarsdóttir, Vatnsendaskóla

Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs 2015

1. sæti: Unnur Hlíf Rúnarsdóttir, Vatnsendaskóla: Framtíðin og Auðlindir alheimsins

2. sæti: Ada Kozika, Álfhólsskóla: Skógur í Póllandi

3. sæti: Guðmundur Ólason, Hörðuvallaskóla: Ský.

Sérstakar viðurkenningar:

Anna Yrsa Kolka Ásgeirsdóttir, Lindaskóla
Ásdís Sara Þórðardóttir, Kársnesskóla
Ásgerður Magnúsdóttir, Álfhólsskóla
Eva Björg, Smáraskóla
Hrafnkatla Bryngeirsdóttir, Salaskóla 
Hrönn Hjaltadóttir, Vatnsendaskóla
Hulda M Aðalsteinsdóttir, Salaskóla
Páll Ísak, Hörðuvallaskóla
Tristan Þór Traustason, Vatsnendaskóla
Veigar Elí Grétarsson, Lindaskóla
Þórdís, Hörðuvallaskóla


1. sæti
Unnur Hlíf Rúnarsdóttir, Vatnsendaskóla
Auðlindir alheimsinsTveir meingallaðir túnfiskar
sem koma hvor úr sinni dós
sameinast á miðri leið
og verða sem eitt
að undurfallegri rós

 

Patrik Snær Kristjánsson, Hörðuvallaskóla

Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs 2014

1. sæti: Patrik Snær Kristjánsson, Hörðuvallaskóla: Næturhiminninn

2. sæti: Diellza Morina, Álfhólsskóla: Ljóð

3. sæti: Íris Ólafsdóttir, Hörðuvallaskóla: Reykjavík

Sérstakar viðurkenningar:

Clara Yushan Sigurðardóttir, Lindaskóla: Vetur
Lena Margrét Jónsdóttir, Álfhólsskóla:  Morgunninn
Salný Kaja Sigurgeirsdóttir, Salaskóla: Skugginn
Stefán Örn Stefánsson, Hörðuvallaskóla: Hundurinn 

1. sæti
Patrik Snær Kristjánsson, Hörðuvallaskóla
Næturhiminninn

Næturhiminninn er
eins og risastór blettatígur
sem teygir sig yfir jörðina
Stjörnurnar eru blettirnir
sem leika um líkama hans


en þegar hann verður svangur
fer hann frá jörðinni
til að veiða sér til matar

Þá kemur dagur.

Ester Hulda Ólafsdóttir, Hörðuvallaskóla

Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs 2013

1. sæti: Ester Hulda Ólafsdóttir, Hörðuvallaskóla: Tunglið

2. sæti: Lára Pálsdóttir, Lindaskóla: Árstíðirnar

3. sæti: Patrik Snær, Hörðuvallaskóla: Nóttin

Sérstakar viðurkenningar

Ásdís Birta, Hörðuvallaskóla: Ljóð
Eva Marín Steingrímsdóttir, Salaskóla: Ég er eins og ég er
Friðný Karítas, Hörðuvallaskóla: Veröld 
Gertruda Paceviciute, Álfhólsskóla: Dansinn
Guðmundur Birnir Björnsson, Álfhólsskóla: Jólaljóð
Hjörtur Hilmar K. Benediktsson, Kópavogsskóla: Jólin koma 
Kolfinna Ingólfsdóttir, Hörðuvallaskóla: Nótt og dagur
Ósk Hoi Ning Chow Helgadóttir, Álfhólsskóla: Að semja ljóð
Ýr G. Adolfsdóttir, Hörðuvallaskóla: Ástarljóð & Afsökunarljóð
Katrín Kemp Stefánsdóttir, Vatnsendaskóla

Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs 2012

1. sæti: Katrín Kemp Stefánsdóttir, Vatnsendaskóla: Vetrarkvöld

2. sæti: Hrönn Kristey Atladóttir, Hörðuvallaskóla: Skógarnir eru fallegir

3. sæti: Ólafur Örn Ploder, Álfhólsskóla: Boltinn

Sérstakar viðurkenningar:

Anna Margrét, Vatnsendaskóla
Anna Margrét Soussounis, Hörðuvallaskóla
Baldvin Snær, Vatnsendaskóla
Fanney Einarsdóttir, Lindaskóla
Katrín Þóra Hermannsdóttir, Kársnesskóla
Lilja Lind Helgadóttir, Kársnesskóla
Róbert Atli Svavarsson, Lindaskóla
Selma M. Gísladóttir, Hörðuvallaskóla

Steingrímur Bersi, Vatnsendaskóla


1. sæti
Katrín Kemp Stefánsdóttir, Vatnsendaskóla
Vetrarkvöld


Við liggjum hér á vetrarkvöldi
og tunglið brosir til okkar.
Við gröfum okkur i snjóinn
svo snjórinn er eins og sæng.
Snjókarlarnir eru okkar lífverðir
og láta okkur vita ef einhver kemur.

2. sæti
Hrönn Kristey Atladóttir, Hörðuvallaskóla
Skógarnir eru fallegir

Skógarnir eru fallegir
eins og gljáandi djásn.
Trén eru eins og einfættir menn
með hatta og þúsund hendur.

3. sæti
Ólafur Örn Ploder, Álfhólsskóla
Boltinn

Það var einu sinni bolti
og hann fylltist af stolti
þegar hann fór inn í markið.
Það var rétt eftir sparkið.