Englabróðir
Stóri bróðir ég sakna þín.
Eitt það sem ég þrái heitast er bara að sjá þig,
bara einu sinni alla vega.
En ég veit að þú ert alltaf hjá mér
og gætir mín í gegnum skýin.
Nú værir þú tólf ára,
tveimur árum eldri en ég.
Þú myndir gæta mín samt,
þótt við hefðum fengið að vera hér
samtímis.
En nú gerir þú það í gegnum skýin.
Það er skrítin tilfinning að sakna þín
án þess að hafa hitt þig.
Mér finnst ég hafa hitt þig
í gegnum minningar þeirra
sem þekktu þig best
og við elskum báðir.
Þú hést Rafn, ég heiti Rafnar
því ég gæti krummans þíns.