Ég elska börnin mín og börnin sem börnin mín
Elska og börnin sem elska börnin mín.
Þau keyra kuldaskó í gegnum í sinn þegar
Tjörnina hefur lagt. Þau elska að beita afli.
Brjóta flísar úr ísingunni og halda þeim upp að
Andlitinu. Ég sé þau út um gluggann, saltsleikt
Auga hússins. Þau smá mig gegnum tært gler.
Ljósgul skíma og svo dimmir. Þannig er tíminn
Skorinn í sneiðar, hvítar og svartar, skiptingin
Ekki bróðurleg frekar en á öðrum gæðum.
Frostið herðir á aðgreiningunni milli heima
Og breytir lygum í sannindi. Gerir göngubrú úr
Svokölluðu yfirborði vatnsins. Ef falskir botnar fela
Eitur eða fjársjóði, hvað felur þá falskt yfirborð?
Börnin en ekki ég treysta gljúfri himnunni
Yfir handanheiminum þar sem andardrátturinn
Rennur í öfuga átt. Enda er stutt síðan þau komu
Í gegn, önduðu hringöndun meðan þau drukku,
Fljótandi fæði úr sykurbrjósti. Þau bíta í rendurnar
Bryðja glerbrjóstsykur, stolt af styrk sínum.
Í barnatennur vantar taugarnar fyrir tannkul.
Það blómstrar ætiþistill í eldhúsglugganum.
Enginn elskar veturinn eins og börnin mín.