Sumarspírur Menningarhúsanna í Kópavogi | Listsmiðjur fyrir börn

29.06.2021 - 05.08.2021

Menningarhúsin í Kópavogi bjóða upp á listsmiðjur í sumar fyrir börn á grunnskólaaldri.

Smiðjurnar hefjast þann 29. júní, eru ókeypis og verða alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga, milli 13.00 og 15.00, með fyrirvara um breytingar.Leikið verður með einkenni allra húsa; bókmenntir, náttúru, sögu, tónlist og myndlist, svo öll ættu að finna sér eitthvað við hæfi.

Umsjón með smiðjunum hafa Anja Ísabella Lövenholdt listfræðingur og meistaranemi í menningarstjórnun við Háskólann Bifröst, Ásthildur Ákadóttir, tónlistarkona og meistaranemi í hljóðfærakennslu við Listaháskólann, Bjartur Örn Bachmann, annars árs nemi á sviðshöfundabraut við Listaháskólann og Hlökk Þrastardóttir, myndlistarnemi við Listaháskólann eru sumarstarfsmenn menningarhúsanna í Kópavogi í sumar.

Listasmiðjurnar verða frá 29. júní - 5. ágúst á þriðjudögum, miðvikudögum, fimmtudögum frá kl. 13.00-15.00.

Smiðjurnar verða tengdar þriggja ára alþjóðlegu verkefni sem ber heitið Vatnsdropinn og er samstarfsverkefni Menningarhúsanna í Kópavogi og þriggja annarra safna á Norðurlöndunum. Eitt meginstef Vatnsdropans er að tengja saman boðskap og gildi Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun við sígild skáldverk barnabókahöfunda á borð við Tove Jansson, Astrid Lindgren og H.C. Andersen.

29. júní – 1. júlí í Bókasafni Kópavogs, aðalsafni:
Tónsmíða- og hljóðfæragerðarsmiðja undir áhrifum frá ævintýrum H. C. Andersen.

6. – 8. júlí í Bókasafni Kópavogs, Lindasafni:
Teiknismiðja og sögugerð í nærumhverfi, innblásið af Múmínálfum Tove Jansson.

13.-15. júlí í Bókasafni Kópavogs, aðalsafni:
Leik- og spunasmiðja hafsins og Litlu hafmeyju H.C. Andersen.

20. - 22. júlí í Bókasafni Kópavogs, aðalsafni:
Teikni- og klippimyndasmiðja út frá ævintýraheimi Tove Jansson og Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

27.- 29. júlí í Gerðarsafni:
Grafík- og tónsmíðasmiðja þar sem við tengjum prentmiðla og grafíska nótnaskrift við ævintýri höfundanna Tove Jansson, Astrid Lindgren og H. C. Andersen.

3.-5. ágúst í Bókasafni Kópavogs, aðalsafni:
Búningasmiðja innblásin af sögupersónum Astrid Lindgren með hliðsjón af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

------

The Culture Houses of Kópavogur welcome kids to free, creative workshops under the title Sumarspírur, or Summersprouts.

The workshops are led by Anja Ísabella Lövenholdt, art historian and master student in culture management at Bifröst University, Ásthildur Ákadóttir, musician and master student in instrumental education at Iceland University of the Arts, Bjartur Örn Bachmann, second year student in Theatre and Performance Making at Iceland University of the Arts and Hlökk Þrastardóttir, second year student in Fine Arts at Iceland University of the Arts.

They will manage workshops for children throughout the summer every Tuesday, Wednesday and Thursday between 1.00 and 3.00 pm in the Library, Gerðarsafn or Lindasafn. The workshops start on June 29th and will be held weekly until August 5th.

The focus of the workshops will be on combining the different activities of every culture house; literature, nature, history, music and visual arts, so there should be something for everybody.

The workshops will be in relation to an international three year project called the Waterdrop, which is a cooperation between the Culture Houses in Kópavogur and three other Nordic museums. One of Watersdrop’s main theme is to connect the message and values of the UN sustainable world goals with classic Nordic children literature like the ones of Tove Jansson, Astrid Lindgren and H.C. Andersen.