Fjörufjör og tilraunir, hljóðfæragerð og myndlist

Sérfræðingar á sínu sviði munu kenna á námskeiðinu en því er skipt í 2 morgna á bókasafninu, 3 morgna með Náttúrufræðistofu í fjöruferðum, 2 eftirmiðdaga í hljóðfærasmiðju í Gerðarsafni, 2 eftirmiðadaga í myndlistartengdri vinnu s.s. skuggaleikhúsi en á lokadegi verður sett upp sýning á afrakstri námskeiðsins.

Leiðbeinendur frá Kópavogsbæ munu verða til staðar í hádegishléum. Þátttakendur þurfa að hafa meðferðis hollt og got nesti, hlífðarföt og stígvél.

 Námskeiðið fer fram vikuna 12. – 16. ágúst frá 9:00-16:00

 

Námskeiðsgjald; kr. 24.000. Systkinaafsláttur er 20% við skráningu barns nr. 2 en 10% á barn eftir það. Hámarksþátttakendafjöldi er 18 börn.

 Skráning fer fram í gegnum Frístundagátt Kópavogsbæjar. 

Nánari upplýsingar veittar á netfangið menningarhúsin@kopavogur.is (eða skráning fyrir börn utan Kópavogsbæjar).