Vetrarfrí í Kópavogi

18.02.2021 - 19.02.2021

Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá á Bókasafni Kópavogs, Náttúrufræðistofu Kópavogs og Gerðarsafni í vetrarfríi grunnskóla Kópavogs 18. og 19. febrúar.

𝗕𝗢́𝗞𝗔𝗦𝗔𝗙𝗡 𝗞𝗢́𝗣𝗔𝗩𝗢𝗚𝗦

18/2 kl. 11 á aðalsafni (fjölnotasalur)
Bíósýning á teiknimyndinni Rio.

18/2 kl. 13 á aðalsafni (fjölnotasalur)
Arndís Þórarinsdóttir les og spjallar við krakka um bókina sína Blokkin á heimsenda.

18/2 kl. 15 á Lindasafni
Sævar Helgi Bragason fræðir forvitna krakka um stjörnuskoðun, himingeiminn og jörðina okkar.

19/2 kl. 11 á aðalsafni (fjölnotasalur)
Bíósýning á teiknimyndinni Rock Dog.

19/2 kl. 13 á aðalsafni (fjölnotasalur)
Sævar Helgi Bragason fræðir forvitna krakka um stjörnuskoðun, himingeiminn og jörðina okkar.

𝗡𝗔́𝗧𝗧𝗨́𝗥𝗨𝗙𝗥ÆÐ𝗜𝗦𝗧𝗢𝗙𝗔 𝗞𝗢́𝗣𝗔𝗩𝗢𝗚𝗦

Náttúrufræðistofa Kópavogs býður krökkum að taka þátt í Lífljómun; fræðslusýningu þar sem sjónum er beint að lífljómandi lífverum og hinu innra ljósi sem birtast í teikningum Dagrúnar Guðnýjar Sævarsdóttur. Fræðslusýningin kallast á við skemmtilegan ratleik fyrir alla fjölskylduna, svokallaða ljósveruleit, og á henni leynast faldar vísbendingar.

𝗚𝗘𝗥Ð𝗔𝗥𝗦𝗔𝗙𝗡

Stúdíó Gerðar í Gerðarsafni hefur opnað á ný og eru hinir geysivinsælu bláu kubbar komnir aftur fram í rýmið. Ókeypis verður inn á safnið í vetrarfríiuna og geta ungir sem aldnir notið þess að skoða sýninguna Skúlptúr/skúlptúr, fylgjast með ævintýraheim Þykjó og leika sér í bláu kubbunum.Öll grunnskólabörn og fjölskyldur þeirra eru velkomin á Bókasafn Kópavogs, Náttúrufræðistofu Kópavogs og Gerðarsafn í vetrarfríinu.
Vegna samkomutakmarkana er þátttaka einstaklinga fædda eftir 2005 takmörkuð við 20 manns í bíói og erindum Arndísar og Sævars Helga í fjölnotarými Bókasafns Kópavogs og Lindasafni. Sóttvarnarreglum verður fylgt til hins ýtrasta. Grímuskylda er á söfnunum og gildir hún fyrir alla gesti eldri en 15 ára.