Gerðarsafn
Salurinn
Bókasafn Kópavogs
Náttúrufræðistofa Kópavogs
Héraðsskjalasafn Kópavogs
Ársskýrsla 2019 og starfsáætlun 2020

Ný skýrsla menningarmála Kópavogsbæjar

Um 280.000 gestir sóttu Menningarhúsin í Kópavogi heim árið 2019 sem er 17% aukning frá árinu áður. Þar af var 58% aukning á fjölda leikskóla- og grunnskólanema í skipulögðum heimsóknum.

Þetta og fleiri áhugaverðar upplýsingar er að finna í viðamikilli skýrslu um menningarmál Kópavogsbæjar sem kom út í byrjun október. Í henni er farið ítarlega yfir starfsemi menningarmála í Kópavogi árið 2019 og markmið málaflokksins fyrir árið 2020.

Tímarit Menningarhúsanna

Ertu búin/n að fá þitt eintak?

Tímarit Menningarhúsanna kom út í fyrsta sinn 1. september 2020. Tímaritið fjallar um starfsemi húsanna og dagskrá vetrarins ásamt því að innihalda fjölda áhugaverðra viðtala við lista- og fræðifólk sem hefur starfað náið með Menningarhúsunum undanfarin ár.

21. janúar 2021Menningarhúsin

Þórdís Helgadóttir hlýtur Ljóðstaf Jóns úr Vör 2021

Ljóðstafur Jóns úr Vör var veittur við hátíðlega athöfn í 19. sinn í Salnum í Kópavogi fimmtudaginn 21. janúar. Þórdís Helgadóttir, heimspekingur og rithöfundur, hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör 2021 fyrir ljóðið FASASKIPTI.

15. janúar 2021Menningarhúsin

ÞYKJÓ og Midpunkt hljóta hæstu styrkina frá lista- og menningarráði Kópavogs

Lista- og menningarráð Kópavogs hefur nú lokið úthlutun úr lista- og menningarsjóði bæjarins en markmið hans er að stuðla að eflingu menningar- og listalífs í Kópavogi. 59 umsóknir bárust að þessu sinni og hlutu 13 verkefni framgang. Hæsta framlagið hljóta hönnunarverkefnið ÞYKJÓ og listamannarýmið Midpunkt eða 4.000.000 kr. hvor en tilkynnt var um úthlutanir við athöfn sem fram fór í Gerðarsafni föstudaginn 15. janúar 2021.