Lista- og menningarráð Kópavogs

Umsóknarfrestur til 22. október.

Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr lista- og
menningarsjóði vegna verkefna á árinu 2022.

Við mat á umsóknum verður sérstaklega litið til verkefna og viðburða sem þjóna íbúum í sem flestum hverfum bæjarfélagsins.
Lista- og menningarráð fer yfir umsóknir.

Ljóðstafur Jóns úr Vör 2022

Umsóknarfrestur til og með 5. nóvember.

Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar efnir til samkeppni um Ljóðstaf Jóns úr Vör. Öllum skáldum er velkomið að taka þátt en ljóðið má ekki hafa birst áður.

Ljóðstafurinn verður afhentur fimmtudaginn 21. janúar 2022 við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi.

MEKÓ tímaritið 2021

Menning í Kópavogi í máli og myndum

Þann 10. september síðastliðinn fengu allir Kópavogsbúar veglegt tímarit MEKÓ inn um lúgurnar hjá sér. Þetta er annað árið sem Kópavogsbær gefur út menningartímarit og fangar blaðið í ár hið öfluga menningarlíf sem fyrirfinnst víðs vegar í Kópavogi.

27. september 2021Menningarhúsin

Langur fimmtudagur 30. september

Fjölbreyttar listsmiðjur og viðburðir í tilefni af löngum fimmtudegi 30.september nk.

16. júní 2021Menningarhúsin

Sumardraumar á sautjándanum

Fjölbreytt þjóðhátíðardagskrá í og við Menningarhúsin í Kópavogi.
Kynntu þér dagskránna hér.