Gerðarsafn
Salurinn
Bókasafn Kópavogs
Náttúrufræðistofa Kópavogs
Héraðsskjalasafn Kópavogs
Komdu í ÞYKJÓ!

Í Gerðarsafni, Salnum og Bókasafni Kópavogs

Í Gerðarsafni er hægt að njóta og fara inn í undurfalleg Kyrrðarrými, innblásin af kuðungum, skeldýrum og skúlptúrum Gerðar Helgadóttur.

Í Salnum er innsetningin Fuglasöngvar, unnin í samstarfi við Sóleyju Stefánsdóttur tónlistarkonu og Blindravinnustofu. Notaleg krakkahreiður og skemmtileg tónegg ásamt skúlptúrum Gerðar Helgadóttur og eggjum og hreiðrum frá Náttúrufræðistofu.

Á Bókasafni Kópavogs er búningainnsetning úr línunni Ofurhetjur jarðar. Þar geta krakkar prófað búninga sem virkja ímyndunarafl í frjálsum leik.

Bæjarlistamaður Kópavogs 2021

Sunna Gunnlaugsdóttir

Jazzpíanistinn Sunna Gunnlaugsdóttir er Bæjarlistamaður Kópavogs 2021. Valið var tilkynnt í Salnum í dag, föstudaginn 21 maí. Karen Elísabet Halldórsdóttir formaður lista- og menningarráðs kynnti tilnefninguna að viðstöddum Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra Kópavogs.

Bæjarlistamaður Kópavogs skal vera tilbúinn til að vinna með Kópavogsbæ að því að efla áhuga á list og listsköpun í bænum og taka þátt í viðburðum bæjarins með það að leiðarljósi. Styrkupphæð bæjarlistamanns er 1,5 milljónir króna. Sunna Gunnlaugsdóttir tekur við keflinu af Herra Hnetusmjöri tónlistarmanni.

Ársskýrsla 2020 og starfsáætlun 2021

Ný skýrsla menningarmála Kópavogsbæjar

Það kann að hljóma mótsagnakennt en þrátt fyrir að gestum hafi fækkað um 42% vegna Covid 19 þá hafa aldrei jafnmargir notið viðburða Menningarhúsanna í Kópavogi líkt og árið 2020.

162.290 gestir sóttu húsin heim á meðan 245.536 fylgdust með streymisviðburðum.

Þetta og fleiri áhugaverðar upplýsingar er að finna í viðamikilli skýrslu um menningarmál Kópavogsbæjar sem kom út í byrjun maí. Í henni er farið ítarlega yfir starfsemi menningarmála í Kópavogi árið 2020 og markmið málaflokksins fyrir árið 2021.

16. júní 2021Menningarhúsin

Sumardraumar á sautjándanum

Fjölbreytt þjóðhátíðardagskrá í og við Menningarhúsin í Kópavogi.
Kynntu þér dagskránna hér.

21. maí 2021Menningarhúsin

Bæjarlistamaður Kópavogs 2021

Jazzpíanistinn Sunna Gunnlaugsdóttir er Bæjarlistamaður Kópavogs 2021.