Gerðarsafn
Salurinn
Bókasafn Kópavogs
Náttúrufræðistofa Kópavogs
Héraðsskjalasafn Kópavogs
Ljóðstafur Jóns úr Vör 2020

Björk Þorgrímsdóttir handhafi Ljóðstafsins

Ljóðstafur Jóns úr Vör var afhentur við hátíðlega athöfn í Salnum þann 21. janúar. Alls bárust 232 ljóð í keppnina.Handhafi Ljóðstafsins árið 2020 er Björk Þorgrímsdóttir fyrir ljóðið Augasteinn, í öðru sæti Freyja Þórsdóttir fyrir ljóðið Skilningur og þriðja sætið hlaut Elísabet Kristín Jökulsdóttir fyrir ljóðið Að elska Vestfirðing. Jafnframt voru úrslit í Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs kunngjörð en 153 ljóð bárust. Ingimar Örn Hammer Haraldsson úr Álfhólsskóla hlaut 1. sæti, í 2. sæti var Arnór Snær Hauksson úr Salaskóla og í 3. sæti Steinunn María Gunnarsdóttir og Ragnheiður Jónasdóttur úr Kársnesskóla .

Vordagskrá 2020

Fjölskyldustundir, Menning á miðvikudögum og Foreldramorgnar

Dagskrá Menningarhúsanna í vor er verulega fjölbreytt og skemmtileg. Dagskránni hefur verið dreift á öll heimili í Kópavogi en verður einnig til afhendingar á Bókasafni Kópavogs, Náttúrufræðistofu, Salnum og í Gerðarsafni.