Gerðarsafn
Salurinn
Bókasafn Kópavogs
Náttúrufræðistofa Kópavogs
Héraðsskjalasafn Kópavogs
Barnamenningarsjóður styrkir verkefni Menningarhúsanna

Vatnsdropinn, Gerðarsafn og Menningarhúsin í Kópavogi

Kópavogsbær hlaut hæsta styrkinn úr Barnamenningarsjóði við styrkúthlutun 24.maí 2020. Styrkurinn var veittur Kópavogsbæ fyrir verkefnið Vatnsdropann sem unnið er í samstarfi við H.C. Andersen safnið í Óðinsvéum, Múmín-safnið í Tampere og Undraland Ilons Wikland í Haapsalu, Eistlandi.

Verkefnin sem hlutu styrk auk Vatnsdropans eru annars vegar verkefnið Í takti – unglingar og samtímalist sem Gerðarsafn hlaut í samstarfi við ellefu sjálfstætt starfandi listamenn og hins vegar Menningarhúsin í Kópavogi fyrir smiðjur óháð tungumáli í myndlist, tónlist og ritlist.

Menningarhúsin í Kópavogi

Tilmæli vegna COVID-19

Tilmæli til gesta Menningarhúsanna í Kópvogi:
* Allir gestir þurfa að sótthreinsa hendur áður en gengið er inn í húsin.
* Gestafjöldi verður takmarkaður í samræmi við tilmæli almannavarna og tveggja metra reglan verður í gildi.
* Gestir eru beðnir um að sýna þolinmæli og virða fjarlægðarmörk.

Sumarnámskeið í Menningarhúsunum

BókaKrakkar, NáttúruKrakkar og MenningarKrakkar

Þrjú spennandi sumarnámskeið eru í boði sumarið 2020. Náttúrufræðistofa býður 10 - 12 ára börnum í rannsóknarleiðangra í júní; í ágúst býður Bókasafnið 9 - 12 ára börnum að komast að því hvernig bók verður til og Menningarhúsin í heild sinni bjóða uppá heilsdagsnámskeið fyrir 6 - 9 ára börn sem fjallar um pöddur, hljóðfæri, bækur og myndlist og fer fram í ágúst.

Bæjarlistamaður Kópavogs 2020

Herra Hnetusmjör

Tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör er Bæjarlistamaður Kópavogs 2020. Valið var tilkynnt í gamla skóla listamannsins, Vatnsendaskóla í Kópavogi, í dag á 65 ára afmæli Kópavogsbæjar að viðstöddum unglingum í 10. bekk skólans.

Karen E. Halldórsdóttir, formaður lista- og menningarráðs kynnti tilnefninguna að viðstöddum Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra Kópavogs. Herra Hnetusmjör tekur við keflinu af Rögnu Fróðadóttur textílhönnuði og myndlistarmanni