Ársskýrsla 2021 og starfsáætlun 2022

Ný skýrsla menningarmála Kópavogsbæjar

Árið 2021 heimsóttu 190.322 gestir húsin, sem er 17% aukning frá árinu 2020 en 32% færri en fyrir Covid-19. Alls tóku 41.675 gestir þátt í þeim 825 viðburðum sem boðið var upp á 2021 fyrir almenning og skóla, sem er 37% aukning á milli ára. Þessi aukning er mjög ánægjuleg í ljósi þess að enn var mikið um samkomutakmarkanir allt árið 2021.

Þetta og fleiri áhugaverðar upplýsingar er að finna í viðamikilli skýrslu um menningarmál Kópavogsbæjar sem kom út í byrjun maí. Í henni er farið ítarlega yfir starfsemi menningarmála í Kópavogi árið 2021 og markmið málaflokksins fyrir árið 2022.

MEKÓ tímaritið 2021

Menning í Kópavogi í máli og myndum

Þann 10. september síðastliðinn fengu allir Kópavogsbúar veglegt tímarit MEKÓ inn um lúgurnar hjá sér. Þetta er annað árið sem Kópavogsbær gefur út menningartímarit og fangar blaðið í ár hið öfluga menningarlíf sem fyrirfinnst víðs vegar í Kópavogi.

18. maí 2022Menningarhúsin

Óður til Kópavogs

Fimmtudaginn 19. Maí verða frumflutt fimm glæný og spennandi hljóðverk sem spretta úr hljóðheimi Kópavogs.

11. apríl 2022Menningarhúsin

Samráð um menningarstefnu

Menning fyrir alla, faglegt starf og víðtækt samstarf.