Gerðarsafn
Salurinn
Bókasafn Kópavogs
Náttúrufræðistofa Kópavogs
Héraðsskjalasafn Kópavogs
Hertar aðgerðir vegna COVID-19

Tilmæli til gesta Menningarhúsanna

Hertar aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna COVID-19 hafa nú tekið gildi. Aðgerðirnar munu ekki hafa áhrif á opnunartíma Menningarhúsa Kópavogs en gestir þeirra eru vinsamlegast beðnir um að virða eftirfarandi tilmæli:

– Gestir skulu sótthreinsa hendur áður en gengið er inn í húsin.
– Gestir skulu halda tveggja metra fjarlægð og sýna tillitssemi og þolinmæði.
– Gögnum Bókasafns Kópavogs skal skila í sjálfsafgreiðslu.
– Eingöngu verður tekið við snertilausum greiðslum.
– Afþreying, kaffi og vatn verður ekki í boði.
– Gestir eru hvattir til að dvelja ekki lengi í hverjum stað.

Frekari upplýsingar er hægt að finna um opnunartíma á heimasíðum Menningarhúsanna; Bókasafn Kópavogs, Gerðarsafn, Héraðsskjalasafn Kópavogs, Náttúrufræðistofa Kópavogs og Salurinn.

Sumarspírur Menningarhúsanna

Þri-fim kl. 13-15

Guðný Sara, Ýr, Jóhanna Malen og Þórhildur munu sjá um skemmtilegar smiðjur yfir sumartímann fyrir alla með áhuga á listrænni sköpun! yfir sumartímann miðað út frá aldrinum 10-14 ára, en verða að sjálfsögðu opnar fyrir alla með áhuga á listrænni sköpun! Smiðjurnar eru unnar þvert á Menningarhúsin í Kópavogi með sjálfbærni og endurvinnslu að leiðarljósi. Leikið verður með einkenni allra húsa; bókmenntir, náttúru, sögu, tónlist og myndlist, svo allir ættu að finna sér eitthvað við hæfi.

Smiðjurnar hefjast þann 30. júní, eru ókeypis og verða alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga klukkan 13-15.

Söfnum sumri

Fjölskylduverkefni í Menningarhúsunum

Í Menningarhúsunum fá þátttakendur afhentan glæsilegan taupoka, stútfullan af fjölbreyttum og sumarlegum verkefnum og þrautum, sem fjölskyldan er hvött til að taka með sér út í sumarið og í ferðalögin framundan.

Söfnum sumri skapar vettvang til útiveru og samveru þar sem fjölskyldan getur unnið saman að skemmtilegum og fræðandi verkefnum, hægt á, gefið umhverfinu gaum og upplifað fegurðina í hinu stóra jafnt sem smáa.

Verkefnið er samvinnuverkefni Menningarhúsanna og fjölbreytt eftir því. Meðal annars er boðið upp á bókabingó og ljósmyndamaraþon, fjölbreytt náttúrutengd verkefni, dúska- og fánagerð og margt fleira.