Gerðarsafn
Salurinn
Bókasafn Kópavogs
Náttúrufræðistofa Kópavogs
Héraðsskjalasafn Kópavogs
Aðventudagatal Menningarhúsanna

Óvæntur glaðningur í hverjum glugga

Sparilegir aðventugjörningar, jólalög frá ýmsum heimshornum, ljóð, sögur og hugmyndir að skapandi samverustundum eru á meðal þess sem finna má í Jóladagatali Menningarhúsanna í Kópavogi.

Fyrsti glugginn opnast 1. desember og svo taka við óvæntir glaðningar á hverjum degi allt til 24. desember.

Teljum saman niður til jóla.

Sóttvarnaraðgerðir vegna COVID-19

Opnum á ný 18. nóvember með takmörkunum

Menningarhúsin í Kópavogi opna á ný miðvikudaginn 18. nóvember. Einungis verður opið á aðalsafni Bókasafns Kópavogs og verður opnunartíminn frá 10-16. Safninu verður skipt í tvö hólf og því opið á báðum hæðum. Enn er hægt að panta efni til útláns og sækja. Opið verður á Náttúrufræðistofu Kópavogs og er gengið inn á safnið á 1. hæð Safnahússins. Gerðarsafn opnar að nýju með þremur nýjum sýningum.

Grímuskylda er í öllum Menningarhúsunum og fjöldatakmörkun miðast við fyrirmæli yfirvalda.

Ljóðstafur Jóns úr Vör 2021

Umsóknarfrestur til og með 4. desember

Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar efnir í 20. skipti til samkeppni um Ljóðstaf Jóns úr Vör. Öllum skáldum er velkomið að taka þátt en ljóðið má ekki hafa birst áður.

Ljóðstafurinn verður afhentur fimmtudaginn 21. janúar 2021 við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi.

Ársskýrsla 2019 og starfsáætlun 2020

Ný skýrsla menningarmála Kópavogsbæjar

Um 280.000 gestir sóttu Menningarhúsin í Kópavogi heim árið 2019 sem er 17% aukning frá árinu áður. Þar af var 58% aukning á fjölda leikskóla- og grunnskólanema í skipulögðum heimsóknum.

Þetta og fleiri áhugaverðar upplýsingar er að finna í viðamikilli skýrslu um menningarmál Kópavogsbæjar sem kom út í byrjun október. Í henni er farið ítarlega yfir starfsemi menningarmála í Kópavogi árið 2019 og markmið málaflokksins fyrir árið 2020.

Tímarit Menningarhúsanna

Ertu búin/n að fá þitt eintak?

Tímarit Menningarhúsanna kom út í fyrsta sinn 1. september 2020. Tímaritið fjallar um starfsemi húsanna og dagskrá vetrarins ásamt því að innihalda fjölda áhugaverðra viðtala við lista- og fræðifólk sem hefur starfað náið með Menningarhúsunum undanfarin ár.

30. nóvember 2020Menningarhúsin

Aðventudagatal Menningarhúsanna - vertu með!

Sparilegir aðventugjörningar, jólalög frá ýmsum heimshornum, ljóð, sögur og hugmyndir að skapandi samverustundum eru á meðal þess sem finna má í Jóladagatali Menningarhúsanna í Kópavogi.

Fyrsti glugginn opnast 1. desember og svo taka við óvæntir glaðningar á hverjum degi allt til 24. desember.Teljum saman niður til jóla.

30. nóvember 2020Menningarhúsin

Reykjavík Roasters í Gerðarsafn

Reykjavík Roasters tekur við veitingarekstri í Gerðarsafni.