Gerðarsafn
Salurinn
Bókasafn Kópavogs
Náttúrufræðistofa Kópavogs
Héraðsskjalasafn Kópavogs
Haustfrí grunnskóla Kópavogs 2020

Söfnum hausti

Ljósmyndamaraþon Menningarhúsanna í Kópavogi er fjörugur þrautaleikur fyrir hressa krakka í haustfríi, fjölskyldur þeirra og vini!

Að auki geta þátttakendur sem deila þrautamyndum undir myllumerkinu #söfnumhausti átt von á skemmtilegum vinningum.

HERTAR AÐGERÐIR VEGNA COVID-19

LOKAÐ TIL OG MEÐ 3. NÓVEMBER 2020

Í samræmi við tilmæli vegna kórónuveirufaraldursins hafa Menningarhúsin í Kópavogi frestað öllum viðburðum og verður safnið lokað til og með 3. nóvember.

Við erum öll almannavarnir og Menningarhúsin í Kópavogi hlakka til að taka vel á móti ykkur á ný.

Styrkir úr lista- og menningarsjóði

Umsóknarfrestur til og með 17. nóvember

Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr lista- og menningarsjóði vegna verkefna á næsta ári.
Umsóknum skal skila fyrir 17. nóvember 2020.

Hlutverk sjóðsins er að efla menningarlífið í Kópavogi í samræmi við menningar­stefnu bæjarins. Styrkir eru veittir til einstaklinga, listhópa, félagasamtaka, fyrirtækja og stofnana á sviði lista, hönnunar eða arkitektúrs, sem eru í samræmi við menningarstefnu Kópavogs­bæjar. Umsækjendur um styrki verða að sýna fram á gildi verkefnisins fyrir lista- og menningarlífið í Kópavogi, getu til að hrinda verkefninu í framkvæmd og leggja fram skýra fjárhagsáætlun. Lista- og menningarráð fer yfir umsóknir.

Ársskýrsla 2019 og starfsáætlun 2020

Ný skýrsla menningarmála Kópavogsbæjar

Um 280.000 gestir sóttu Menningarhúsin í Kópavogi heim árið 2019 sem er 17% aukning frá árinu áður. Þar af var 58% aukning á fjölda leikskóla- og grunnskólanema í skipulögðum heimsóknum.

Þetta og fleiri áhugaverðar upplýsingar er að finna í viðamikilli skýrslu um menningarmál Kópavogsbæjar sem kom út í byrjun október. Í henni er farið ítarlega yfir starfsemi menningarmála í Kópavogi árið 2019 og markmið málaflokksins fyrir árið 2020.

Ljóðstafur Jóns úr Vör 2021

Umsóknarfrestur til og með 4. desember

Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar efnir í 20. skipti til samkeppni um Ljóðstaf Jóns úr Vör. Öllum skáldum er velkomið að taka þátt en ljóðið má ekki hafa birst áður.

Ljóðstafurinn verður afhentur fimmtudaginn 21. janúar 2021 við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi.

Menning fyrir alla

Skóladagskrá haustið 2020

Menning fyrir alla er yfirskrift metnaðarfullrar fræðsludagskrár fyrir nemendur í leik- og grunnskólum. Grunnþættir menntunar, eins og þeir birtast í aðalnámskrám, eru hafðir að leiðarljósi og áhersla lögð á hugtökin sköpun, tjáningu og miðlun, gagnrýnina hugsun, sjálfstæði og samvinnu.

Tímarit Menningarhúsanna

Ertu búin/n að fá þitt eintak?

Tímarit Menningarhúsanna kom út í fyrsta sinn 1. september 2020. Tímaritið fjallar um starfsemi húsanna og dagskrá vetrarins ásamt því að innihalda fjölda áhugaverðra viðtala við lista- og fræðifólk sem hefur starfað náið með Menningarhúsunum undanfarin ár.

22. október 2020Menningarhúsin

Gamli Kópavogur og Ljósmyndasafn Íslands

Menning á miðvikudögum með Ingu Láru Baldvinsdóttur

20. október 2020Menningarhúsin

Styrkir úr lista- og menningarsjóði

Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr lista- og menningarsjóði vegna verkefna á næsta ári.

Umsóknum skal skila fyrir 17. nóvember 2020.