Gerðarsafn
Salurinn
Bókasafn Kópavogs
Náttúrufræðistofa Kópavogs
Héraðsskjalasafn Kópavogs
Ársskýrsla 2020 og starfsáætlun 2021

Ný skýrsla menningarmála Kópavogsbæjar

Það kann að hljóma mótsagnakennt en þrátt fyrir að gestum hafi fækkað um 42% vegna Covid 19 þá hafa aldrei jafnmargir notið viðburða Menningarhúsanna í Kópavogi líkt og árið 2020.

162.290 gestir sóttu húsin heim á meðan 245.536 fylgdust með streymisviðburðum.

Þetta og fleiri áhugaverðar upplýsingar er að finna í viðamikilli skýrslu um menningarmál Kópavogsbæjar sem kom út í byrjun maí. Í henni er farið ítarlega yfir starfsemi menningarmála í Kópavogi árið 2020 og markmið málaflokksins fyrir árið 2021.

26. apríl 2021Náttúrufræðistofa Kópavogs

Náttúrufræðstofa hlýtur 12 milljóna kr. styrk

Allt frá árinu 2015 hefur Náttúrufræðistofa Kópavogs unnið að endurnýjun á grunnsýningum Náttúrufræðistofunnar. Safnasjóður hefur styrkt flestar þær framkvæmdir sem nú þegar hafa átt sér stað og veitir nú Náttúrufræðistofu öndvegisstyrk upp á tæpar 12 milljónir kr. Sá styrkur mun fjármagna lokahnykkinn í framkvæmdunum, sem er jafnframt dýrasti þátturinn.

24. mars 2021Náttúrufræðistofa Kópavogs

Leggjum línurnar hlýtur styrk

Verkefni Náttúrufræðistofunnar Leggjum línurnar hefur hlotið styrk úr Loftslagssjóði Rannís. Verkefnið er hannað fyrir 10. bekk grunnskóla og snýst í stuttu máli um að efla vitund ungmenna um loftslagsmál í víðu samhengi með samblandi af fræðslu og verklegum úrlausnarefnum þar sem unnið verður með raunveruleg gögn á stórum og smáum skala.